Ægifögur og heillandi borg sem státar af auðugri sögu en flestar aðrar borgir
Kolumbus ævintýraferðir bjóða nú í annað sinn spennandi lúxusferð til Istanbúl í Tyrklandi þar sem gist verður í fimm nætur á 5-stjörnu Swissotel The Bosphorus Istanbul. Öll herbergi með óviðjafnanlegu útsýni yfir Bosphorus sund (Sæviðarsund) sem skilur að Evrópu og Asíu.
Hér mætast Kristindómur og Íslam, fortíð og framtíð, Svartahaf og Miðjarðarhaf og samt er borgin svo nútímaleg og spennandi og ný ævintýri bíða við hvert götuhorn.
Við skoðum gamla borgarhlutann, Bláu moskuna, Topkapi höllina og Haremið, Hagía Sofía moskuna (Ægisif), Hippodrome og Basilica Cistern vatnsforðabúrin frá dögum Rómverja. Hér er sagan við hvert fótmál. Enginn kemur ósnortinn frá heimsókn í Grand Bazaar, einn elsta innimarkað í heimi með sínum rúmlega 60 strætum og yfir 4000 verslunum. Í miðborginni skoðum við Taksim torgið, Istiklal verslunargötuna, hinn fræga Galata turn og kíkjum á egypska markaðinn. Við siglum á snekkju á Bosphorus sundi í ljósaskiptunum og njótum andartaksins yfir góðum mat og gullnum veigum og tökum annað kvöld í óviðjafnanlega skemmtun og góðan mat á Nomads veitingastaðnum á Sofitel hótelinu í miðborginni. Nokkur ganga er í þessari ferð og því ekki hentug fólki sem á erfitt með gang.
Flogið er um Kaupmannahöfn á útleið og London í bakaleið í þægilegu dagflugi.
Swissotel The Bosphorus Istanbul 5*
Ferðatilhögun
Brottför frá Íslandi
Flogið með Icelandair FI204 kl. 07:40 til Kaupmannahafnar og áfram með Turkish Airlines kl. 14:50. Lent í Istanbúl kl. 19:10. Tímamismunur +3 klst. Góðir veitingastaðir á hótelinu með miklu úrvali rétta.
Istanbúl
Eftir góðan morgunverð höldum við kl. 10:00 í skoðunarferð um gamla borgarhluta Istanbúl. Við heimsækjum Bláu moskuna, Hagía Sófía moskuna og Hippodrome. Eftir hádegisverð förum við í ógleymanlega heimsókn í gömlu vatnsforðabúr Rómverja, Basilica Cistern.
Haldið heim á hótel um kl. 17:30 og kvöldið frjálst.
Istanbúl
Eftir morgunverð ökum við kl. 09:00 að Grand Bazaar, einum elsta og stórkostlegasta innimarkaði í heimi þar sem okkur gefst góður tími til að rölta um á eigin vegum, skoða og jafnvel versla.
Frá Grand Bazaar heimsækjum við vandaðan teppa- og leðurvöruframleiðanda þar sem við fáum innsýn í tyrkneskt handverk og gefst kostur á að versla vandaða vöru á sérkjörum.
Eftir hádegisverð göngum við saman yfir að Topkapi höllinni – skoðum þessa sögufrægu höll og Haremið ásamt öllum þeim stórkostlegu dýrgripum sem þarna eru til varðveislu og sýnis.
Komum heim á hótel kl. um 17:00. Við mætum aftur í gestamóttökuna kl. 18:30 og ökum að bátnum fyrir kvöldverðarsiglingu okkar þar sem við munum njóta góðs kvöldverðar og stórkostlegs útsýnis á Bosphorus sundi. Komið heim á hótel um kl. 23:00.
Istanbúl
Eftir morgunverð förum við kl. 10:30 í skoðunarferð um Taksim torgið, göngum hina frægu Istiklal götu þar sem verslanir og veitingastaðir standa í röðum, skoðum Galataturninn fræga og endum á egypska markaðnum. Komið heim á hótel kl. 17:00. Mæting kl. 19:00 í gestamóttöku og ekið að Nomads veitingastaðnum þar sem við ætlum að verja kvöldinu yfir góðun mat og vínum, endalausri skemmtun og frábærri tónlist. Skemmtun sem engan svíkur.
Frjáls dagur og kvöld
Heimferðardagur
Leggjum af stað frá hótelinu kl. 07:30. Flug Turkish Airlines til London Gatwick er kl. 10:45 og lending þar 12:50. Flug Icelandair til Keflavíkur er kl. 15:40 og lending þar kl. 17:55.
Fararstjóri, verð, greiðslur og innifalið
Goði Sveinsson er skipuleggjandi og fararstjóri í þessari ferð.
Hann starfaði að flug- og ferðaskrifstofurekstri í áratugi og er nú mættur aftur. Goði er mikill aðdáandi Istanbúl og Tyrklands.
Verð á mann: 449.000 kr.
Aukagjald fyrir eins manns herbergi er 105.000 kr.
Greiða þarf 100.000 kr. staðfestingargjald pr. farþega við bókun sem innheimt verður í heimabanka.
Eftirstöðvar verða innheimtar allt að 70 dögum fyrir brottför.
Að öðru leyti og um endurgreiðslur gilda ferðaskilmálar Niko Travel Group sem nálgast má á heimasíðu ferðaskrifstofunnar.
• Flug Icelandair og Turkish Airlines til Istanbúl – allir skattar og gjöld
• Gisting í 5 nætur á 5 stjörnu hóteli ásamt morgunverði
• Allar rútuferðir
• Sigling og kvöldverður (matur og allir drykkir)
• Kvöldskemmtun á Nomads (matur og allir drykkir)
• Aðgangseyrir að söfnum og sögufrægum byggingum
• Íslensk fararstjórn ásamt staðarleiðsögumanni á ensku
Ekki innifalið
• Þjórfé og aðrar máltíðir en getið er hér að ofan
Bóka
Þegar þú hefur staðfest bókun verður
stofnaður greiðsluseðill í heimabanka fyrir staðfestingargreiðslu.
Nánari upplýsingar
Allar nánari upplýsingar eru veittar í síma 499-2960 eða á netfanginu niko@niko.is.
Uppselt er í þessa ferð. Hægt er að skrá sig á biðlista með því að hafa samband við okkur á niko@niko.is.
Uppselt – Biðlisti
Uppselt er í þessa ferð. Hægt er að skrá sig á biðlista með því að hafa samband við okkur á niko@niko.is.