Stórbrotin náttúra, hrífandi menning og heilög vé í Himalæjafjöllum
Kólumbus Ævintýraferðir bjóða afar áhugaverða ferð til Nepal og Bútan. Enginn vafi liggur á að marga hefur dreymt um að ferðast til þessara landa en Bútan er lítið konungsríki með takmarkanir á ferðamannafjölda á ári hverju og því ekki auðvelt að ferðast þangað. Sr. Þórhallur Heimisson hefur ferðast með hópa íslendinga til Nepal og Bútan sem gerir þessa ferð enn áhugaverðari. Um stórkostlega upplifun er að ræða mitt í fjallasölum Himalæja fjallgarðsins þar sem hæsti tindur heims, Everest trónir yfir öðrum í 8.849 m hæð yfir sjávarmáli. Við bjóðum aðeins 31 sæti í þessa ferð og því er ekki úr vegi að skrá sig sem fyrst.
Dvalist er í Nepal í 6 daga og ferðast þaðan til Bútan þar sem dvalist verður í 4 daga. Á útleið er flogið er í gegnum Frankfurt og Doha (Qatar) og þaðan til höfðuðborgar Nepal, Katmandú. Á heimleið er flogið í gegnum Doha (Qatar) og Osló.
Nepal er fjallaríki, umlukið nokkrum af hæstu tindum jarðar, þar á meðal Everest, hæsta tindinum. Fjöllin laða til sín fjölda hæfustu fjallgöngumanna heims á ári hverju. Landið er fæðingarland Búddha, og þar setur mikil trúarmenning svip sinn á mannlífið á fjölmörgum helgum stöðum, tengdum búddhadómi. Einnig gætir mikilla áhrifa hindúatrúar í landinu auk margs konar annarra trúarbragða og siða sem íbúar landsins hafa komið sér saman um að lifa við í sátt og samlyndi. Höfuðborg Nepal er Katmandú sem er einnig menningar- og trúarleg miðstöð landsins.
Bútan er lítið land í suðvestur-Asíu, milli Indlands og Kína. Landið er afar fjöllótt og óspillt náttúra auðkennir Bútan. Himalæjafjöll ganga þvert yfir landið og sum þeirra, eins og Gangkhar Puensum, eru meðal hæstu tinda í heimi sem fjallgöngugarpar hafa ekki enn náð að sigrast á. Í Bútan er mikið um skóga, vatnasvæði og vötn sem mynda fjölbreytta og hrífandi náttúru sem er einstök á sinn hátt. Bútan er eina landið í heiminum sem hefur takmarkað hversu margir ferðamenn geta heimsótt landið á ári hverju; er það gert til að hlífa náttúrunni og varðveita sérstaka menningu landsmanna. Höfuðborgin er Timfú, sem er stærsta borgin í landinu og miðstöð menningar, stjórnskipunar og efnahagslífs. Konungsríkið Bútan hefur þróast hægt á siðbundinn hátt en meðal helstu markmiða stjórnvalda er að fylgja stefnu sem kölluð er „Þjóðhagsleg hamingja“ en með þeirri stefnu er velferð íbúanna metin eftir fjölbreyttum þáttum, svo sem menningu, heilsu, menntun og umhverfisvernd.
Ferðatilhögun
Brottför frá Íslandi
Flogið til Parísar með Icelandair kl. 07:45 og lent þar kl. 13:10 að staðartíma. Haldið áfram til Doha með Quatar Airways kl. 16:25 og lent þar kl. 23:50. Þaðan verður svo flogið til Katmandú kl. 01:15 eftir miðnætti og lent þar kl. 08:40 að morgni 10. apríl.
Komið til Katmandú
Staðarleiðsögumaður tekur á móti fararstjóra og ferðalöngum á flugvellinum í Katmandú og fylgir okkur að rútu sem ekur hópnum fyrst á Patan Durbar torg (20 til 25 mín. akstur). Durbar-torg er hjarta Katmandú og fjölsóttur ferðamannastaður. Þar er einstök þyrping af fornum musterum, talin allt að fimmtíu, hallarbyggingum, hallargörðum og gömlum strætum. Sjón er sögu ríkari. – Eftir að hafa skoðað okkur um á Patan Durbar torgi verður ekið til heimilis hr. Mishra, Kupondole, þar sem við snæðum ljúffengan hádegisverð. Hr. Mishra er eigandi Tempel Tiger sem annast alla þjónustu fyrir Kólumbus í þessari ferð. Eftir hádegisverðinn er haldið út úr borginni og ekin 16 km leið (um 50 mín. akstur) til hins yndisfagra dvalarstaðar okkar hjá Katmandu, The Terraces Resort & Spa í Lakuri Bhanjyang sem er 5* lúxus hótel í fjallasal Himalæja fjalla en þarna verður gist fyrstu 2 næturnar. Þegar komið er í dvalarstað er tekið á móti okkur með hressingu og kynnt fyrir okkur hvað er í boði á staðnum. Að því búnu fá ferðalangar lykla að herbergum sínum. Kvöldverður.
Máltíðir innifaldar: Hádegis- og kvöldverður.
Frjáls dagur í Lakuri Bhanjyang
Njótið sólarupprásar (ef veður leyfir) og snæðið morgunverð á hótelinu. Verjið svo deginum eins og hverjum hentar. Hádegis- og kvöldverður á The Terraces Resort & Spa.
Máltíðir innifaldar: Morgun-, hádegis- og kvöldverður.
Pashupatinath-hofið og Boudhnath stúpan
Við kveðjum Lakuri Bhanjyang og eftir komuna til Katmandú verður haldið að Pashupatinath-hofinu sem er eitt helgasta hof Hindúa og stendur við bakka árinnar Bagmati. Hofið er frægt fyrir ađ vera stærsta útfararhof Hindúa í Nepal, ekki þak og silfurhúðaðar hurðir, er á Menningarminjaskrá UNESCO. Að lokinni skoðunarferð um hofið er haldið til Boudhnath stúpunnar. Boudhnath-stúpan er að öllum líkindum stærsta stúpa í heimi og mikill helgistaður á meðal búddahtrúarmanna. Kringum stúpuna hafa risið nokkur klaustur, þar sem dveljast munkar af ólíkum greinum tíbetskrar búddhatrúar, og í einu þeirra (við vesturhlið stúpunnar) er griðarstór, skreytt stytta af sitjandi Búddha, Maitreya Buddha.
Við snæðum hádegisverð á veitingastað í grenndinni og að því búnu verður ekið á hótelið í Katmandú. Síðdegis heimsækjum við Swayambhunath stúpuna í Katmandú-dal. Þar blasir við gullin spíra á keilulaga, skógi vaxinni hæð, stúpa sem talin er elsti og dularfyllsti helgistaðurinn í Katmandú-dal. Af steinristum, sem fundist hafa á staðnum, má ráða að stúpan var orðin mikilvægur áfangastaður búddískra pílagríma á 5. öld.
Síðdegis verður haldið á Hotel Hyatt Place 5* í Katmandú þar sem dvalið verður næstu 3 nætur.
Um kvöldið förum við á veitingastað í grennd við hótelið þar sem við snæðum hefðbundinn nepalskan kvöldverð og í boði er menningardagskrá með þjóðlegu sniði.
Máltíðir innifaldar: Morgun-, hádegis- og kvöldverður.
Dagsferð um Katmandú-dal
Eftir morgunverð á hótelinu verið ekið til bæjarins Bhaktapur, staðar sem er á Menningarminjaskrá UNESCO. Bhaktapur, sem er í 15 km fjarlægð frá Katmandú, liggur í 1400 m hæð yfir sjávarmáli. Í borginni, sem rekur sögu sína allt aftur til 9. aldar, má sjá fjölda merkra hluta sem allir eru við langa göngugötu í miðborginni. Við snæðum hádegisverð á veitingastað í Bhaktapur og þá er tilvalið að bragða á jógúrtinu, sem framleitt er í bænum, „Juhu Dhau“, og þykir einstaklega gott. Eftir hádegisverð ökum við aftur inn í Katmandú til að skoða okkur um á Durbar torgi. Katmandú var aðsetur nepölsku konungsættarinnar fram á 20. öld og miðborgin, Durbar-torg og strætin þar í kring, iðar af mannlífi. Njótið andrúmsloftsins á þessu einstaka svæði og bygginganna, hofa, mustera og halla sem gleðja augað. Röltið niður hliðarstræti og um Thamel-hverfið, hjarta borgarinnar þar sem er urmull af verslunum, sölubásum, veitingastöðum og krám. Þegar líður nær kvöldi njótum við þess að snæða kvöldverð á Kaiser Cafe sem er í hinum friðsæla og fallega „Draumagarði“ í miðborginni. Eftir kvöldverð verður svo haldið aftur á hótelið.
Máltíðir innifaldar: Morgun-, hádegis og kvöldverður.
Neydo klaustur og Kirtipur
Eftir morgunverð höldum við í skoðunarferð til Neydo klaustursins og Kirtipur. Neydo Tashi Choeling klaustrið, í um klukkustundarakstur frá Katmandú, er nýgræðingur í klausturheimi Nepalbúa, sjálf klausturbyggingin var reist árið 2006 en klaustrið sjálft tók til starfa nokkrum árum fyrr. Í klaustrinu búa og starfa um 200 munkar. Klaustrið er á hrífandi fallegum stað og þar má sjá stærstu styttuna af Amitabha Búddha. Eftir viðdvöl í klaustrinu höldum við til Kirtipur, eins af elstu bæjunum í Nepal, í um 5 km suðvestur af Katmandú. Nafnið á bænum er runnið frá sanskrít, „kirti“ merkir „dýrð“ og „pur“ merkir bær. Bærinn á sér aldagamlar rætur og þar eru margir sögulegir helgistaðir sem vert er að heimsækja og njóta. Snæddur verður hefðbundinn hádegisverður í Kirtipur. – Þegar við höfum skoðað nægju okkar í Kirtipur verðu ekið aftur til Katmandú. Það sem eftir lifir dagsins er hverjun og einum frjálst að gera það sem hann lystir. – Kvöldverður á hótelinu.
Máltíðir innifaldar: Morgun-, hádegis- og kvöldverður.
Flogið frá Katmandú til Paró í Bútan og ekið þaðan til Timfú
Morgunverður á hótelinu í Katmandú. Að því búnu er haldið út á flugvöll og flogið til bæjarins Paró í Bútan. Flugleiðin liggur yfir stórbrotið fjalllendi og opnast sýn til hæstu tinda í Himalæjafjallgarðinum, Everest, Kanchenjunga og Makalu. Þegar nær dregur áfangastað, Paró, birtast snæviþaktir tindar í Bútan, hinn helgi Jhomolhari, Jichu Drake og Tserimgang. – Staðarleiðsögumaður tekur á móti farþegum á flugvellinum í Paró og þaðan er ekið eftir fallegri leið til höfuðborgar Bútan, Timfú. – Innritun á hótelið þegar komið er til Timfú. – Timfú, höfuðborg Bútans og aðsetur stjórnvalda og miðstöð trúariðkunar og viðskiptalífs, er einstök borg þar sem mætast nútími og fornar hefðir. Trúlega er þetta eina höfuðborg í veröldinni þar sem eru ekki umferðarljós. – Eftir komuna á hótelið er dagurinn frjáls en má mæla með gönguferð um þessa líflegu borg. Ef tími gefst til er vel þess virði að heimsækja Trashicho Dzong-virkið þar sem er hásætissalur konungs og ýmis ráðuneyti og stjórnarskrifstofur. – Hádegis- og kvöldverður á veitingastað í borginni.
Gist í Timfú.
Máltíðir innifaldar: Morgun-, hádegis- og kvöldverður.
Timfúdalur
Eftir morgunverð á hótelinu notum við daginn til þess að skoða okkur um í Timfú og í Timfúdal. Við heimsækjum m.a. eftirtalda staði:
Eftir morgunverð á hótelinu notum við daginn til þess að skoða okkur um í Timfú og í Timfúdal. Við heimsækjum m.a. eftirtalda staði:
Buddha Dordenma, 51,5 metra há Búddhastytta á hæð með einstöku útsýni yfir höfuðborgina.
Gagyel Lhundrup vefnaðarsetrið, víðfrægt vefnaðarsetur sem er í eigu og undir stjórn karlmanns sem er óvenjulegt í Bútan.
Minningarstúpan Chorten, minnismerki helgað heimsfriði og Jigme Dorji Wangchuck, konungi, sem nefndur er „faðir hins nýja Bútans“.
Changangkha Lhakhang, eitt af hinum æfagömlu musterum í Timfú, Úr klausturgarðinum er hrífandi útsýni yfir Timfúdalinn.
Zorig Chusum, lista- og handiðnaskóli sem býður sex ára nám í 13 hefðbundnum lista- og handiðnagreinum.
Veflistasafnið, sett á stofn árið 2001.
Aldargamli bændamarkaðurinn, líflegur og litríkur staður þar sem bændur víðsvegar af landinu selja afurðir sínar.
Kvöldið er frjálst og ferðalöngum gefst tækifæri til að skoða t.d. verslunarmiðstöð með handiðnavörur, sem rekin er af ríkinu, og markað bæjarbúa með hvers konar handiðnavörur frá heimamönnum.
Hádegisverður og kvöldverður á veitingastöðum þar sem leið okkar liggur. Gist í Timfú.
Máltíðir innifaldar: Morgun-, hádegis- og kvöldverður.
Ekið frá Timfú til Paró
Eftir morgunverð er ekið til Paró. Á leiðinni er höfð viðdvöl í Simtokha Dzong, eitt af elstu klausturvirkjunum í Bútan. Í klausturvirkinu er nú rekinn skóli og fræðasetur, helgað þjóðtungu Bútana, dzngkha. Ferðinni er svo haldið áfram og komið í Paródal, fallegan dal sem umlykur blómlega menningu og þar sem ótal helgisagnir og þjóðsögur eiga sér rætur. Í dalnum eru mörg af elstu musterum og klaustrum í Bútan og þar er eini flugvöllurinn í landinu. Tindurinn Jhomolhari (7.300 m) gnæfir í snævi þaktri dýrð sinni yfir dalbotninum í norðri og frá honum, í djúpu gljúfri, streymir jökulfljótið Pa Chu (Paró-fljót). Í Paró-dal er eitthvert frjósamasta ræktarland í Bútan og þar er ræktað á stallaökrum megnið af hinum frægu rauðu hrísgrjónum frá Bútan. – Eftir innritun á hótelið í Paró heimsækjum við Ta Dzong, sem var upphaflega reist sem varðturn en hýsir nú Þjóðminjasafnið. Eftir heimsókn á safnið er tilvalið að staldra við í Rinpung Dzong, „virki skargripahrúgunnar“, stað sem á sér langa og heillandi sögu. Þá er vel þess virði að líta inn í Kyichu Lhakhang, eitt af elstu musterum í Bútan. – Þegar degi hallar er hægt að líta inn á bóndabæ og drekka með fjölskyldunni hið hefðbundna smjörte. Hádegis- og kvöldverður á veitingastöðum í Paródal og Paró. Gist í Paró.
Máltíðir innifaldar: Morgun-, hádegis- og kvöldverður.
Tígrishreiðrið – eða – Chele la (skarð)
Tígrishreiðrið – Taktsang
Tígrishreiðrið, frægasta búddhaklaustrið í Bútan, er á stórbrotnum stað, svo ekki sé fastar að orði kveðið, þar sem það stendur utan í hamravegg 900 metrum ofan við dalbotninn. Sagan segir að á 8. öld hafi Gúrú Rinpoche flogið á baki tígrislæðu frá austanverðu Bútan á þennan stað þar sem hann hugleiddi í helli í þrjá mánuði. Þess vegna er klaustrið nefnt „Tígrishreiðrið“. Höfuðmusterið í klaustrinu var reist árið 1692. Aðalbyggingin skemmdist illa í eldi árið 1998 en eftir endursmíði og umbætur í mörg ár stendur klaustrið nú endurgert í allri sinni dýrð.
Pílagrímsferð til Taktsang er draumur allra heittrúaðra Bútana.
Hægt er að leigja smáhesta (viðbótargjald) sem bera ferðalanga frá dalbotninum til svæðis sem nefnt er annað útsýnissvæðið. Þröngur stígurinn ofan við þetta svæði hentar ekki fyrir smáhesta en efsti hluti stígsins eru steinsteyptar tröppur. Gangan frá öðru útsýnissvæði til musterisins tekur um hálfa til eina klukkustund. Ferðalangar verða að ganga alla leiðina niður frá klaustrinu (smáhestar eru ekki til reiðu á niðurleiðinni).
Hádegis- og kvöldverðir á veitingastöðum á leiðinni og í Paró. Gist í Paró.
Máltíðir innifaldar: Morgun-, hádegis- og kvöldverður.
Flogið frá Paró til Katmandú
Skoðunarferð til Bungamati og Khokana
Eftir morgunverð á hótelinu í Paró er ekið á alþjóðaflugvöllinn í Paró og flogið þaðan til Katmandú. Eftir að komð er til Katmandú er haldið í skoðunarferð til þorpsins Bungamati í Lalitpur-héraði, smábæjar rétt hjá Bagmati-fljóti. Bungamati er heimabæ guðsins Machhindranath sem litið er á sem verndara dalsins. Í musterinu í þorpinu miðju dvelur líkneski af guðinum í hálft ár en síðan dvelur guðinn eða líkneski hans í Patan í annað hálft ár.
Árlega og í heilan mánuð er haldin ein mikilvægasta trúarhátíð í dalnum þegar líkneski guðsins er flutt á milli Bungamati og Patan. Khokana er lítið, hefðbundið Newari-þorp um 8 km suður af Katmandú. Þorpið er fyrst og fremst þekkt fyrir sinnepsolíu þar sem þar hefur verið framleidd frá alda öðli. Lagt hefur verið til að Khokana verði tekið á menningarminjaskrá UNESCO. Heimsókn í þorpið er ferð aftur í tímann þar sem gamlar hefðir setja mark sitt á allt mannlíf og þar er hrífandi fallegt þriggja hæða musteri.
Hádegisverður á veitingastað í skoðunarferðinni.
Haldið heim á leið
Síðdegis mun staðarleiðsögumaður hópsins fyglja ferðalöngum á alþjóðaflugvöllinn í Katmandú þar sem brottfor flugs Qatar Airways til Doha er áætluð kl. 18:00. Lent er í Doha kl. 20:15 að staðartíma og síðan flogið áfram til Osló kl. 01:55 aðfararnótt 20. apríl. Þar verður svo lent kl. 07:40 að morgni næsta dags. Loks er ferðast með Icelandair frá Osló kl. 13:50 og lent í Keflavík kl. 14:45.
Máltíðir innifaldar: Morgunverður.
Fararstjórn, verð, greiðslur og innifalið
Sr. Þórhallur Heimisson verður fararstjóri og leiðsögumaður okkar. Hann er öllum hnútum kunnugur og hefur starfað sem leiðsögumaður allt frá árinu 2005 og farið með hópa íslendinga til Nepal og Bútan.
Verð: 1.150.000 kr. á mann miðað við gistingu í tveggja manna herbergi. Aukagjald fyrir gistingu í einstaklingsherbergi er 149.000 kr.
Geiða þarf 100.000 kr. staðfestingargjald pr. farþega við bókun sem innheimt verður í heimabanka. Staðfestingargjaldið er að fullu endurgreiðanlegt til og með 31.12. 2024.
Eftirstöðvar verða innheimtar allt að 120 dögum fyrir brottför og þá er hægt að velja á milli greiðslu með peningum eða kreditkorti.
Að öðru leyti vísast í ferðskilmála Niko ehf./Kólumbus en þá má nálgast hér á heimasíðunni.
Nepal:
• Gisting í 5 nætur á 5* hótelum með morgunverði
• Allar rútuferðir skv. ferðalýsingu og öll skutl til og frá flugvöllum í Nepal og Bútan (loftkældar rútur og sótthreinsandi vökvi)
• Íslensk fararstjórn og leiðsögn Sr. Þórhallar Heimissonar
• Þjónusta ensku mælandi leiðsögumanns sem aðstoðar Sr. Þórhall
• Allir skattar og gjöld í Nepal og Bútan
• Aðgangseyrir í allar stúpur, hof og staði skv. ferðalýsingu
• 5 hádegisverðir og 5 kvöldverðir
• Átappað vatn í öllum skoðunarferðum
Bútan:
• Gisting í 4 nætur á 4* hótelum með morgunverði
• Hádegis- og kvöldverðir á sérvöldum veitingahúsum nálægt gististöðum
• Allur akstur skv. ferðalýsingu og flutningur til og frá flugvelli að hóteli (loftkældar rútur)
• Allar skoðunarferðir og aðgangseyrir að þeim stöðum sem heimsóttir eru
• 2 vatnsflöskur á dag
• Ensku mælandi aðstoðar leiðsögumaður
• Ferðamannaskattur sem ríkisstjórn Bútan leggur á alla ferðamenn
• Vegabréfsáritanir, öll leyfi og öll gjöld því samfara
Bóka
Þegar þú hefur staðfest bókun verður
stofnaður greiðsluseðill í heimabanka fyrir staðfestingargreiðslu.
Nánari upplýsingar
Allar nánari upplýsingar eru veittar í síma
499-2960 eða á netfanginu niko@niko.is.
Uppselt
Uppselt er í þessa ferð. Hægt er að skrá sig á biðlista með því að hafa samband við okkur á niko@niko.is.