Ekið er um vín- og matarhéruðin Castilla y León, Rioja, Navarra og Aragon. Við kynnumst framleiðslu heimamanna, förum í Guggenheim-safnið í Bilbao, verjum tveimur dögum í San Sebastian, sem oft er sögð fegursta strandborg Spánar, og heimsækjum að lokum nautahlaupsborgina Pamplona.
PARADORES
Við gistum í Paradores, en það er keðja 4* vandaðra og spennandi gististaða í uppgerðum sögufrægum byggingum um allan Spán, t.d. fyrrum klaustrum, höllum, spítölum og köstulum, sumum hverjum við hinn fornfræga Jakobsveg sem pílagrímar hafa þrætt í aldanna rás á leið sinni til Santiago de Compostela. Á Paradores-hótelum eru frábærir veitingastaðir þar sem mikið er lagt upp úr upplifun í mat og víni frá viðkomandi héraði.
Þegar komið er til Bilbao og San Sebastian gistum við í 4-5* hótelum á góðum stað í þessum frábæru borgum.
Flogið er í beinu flugi Play til og frá Madrid. Fararstjóri er Goði Sveinsson.
Ferðatilhögun
Flogið í beinu flugi Play kl. 15:00 og lent á Barajas flugvellinum í Madrid um kl. 21:25. Tímamismunur er 2 klst. Rúta bíður hópsins og ekið er í um hálfa klukkustund til bæjarins Acalá de Henares skammt norður af borginni. Þar gistum við fyrstu nóttina á Parador Acálas de Henares sem er í grunninn klaustur frá 18. öld sem byggt hefur verið við.
Eftir góðan morgunverð leggjum við af stað norður á bóginn og ökum út á slétturnar í héraðinu Castilla y León, beint til borgarinnar Burgos. Dómkirkjan í Burgos er á heimsminjaskrá Unesco, hin eina á Spáni. Við snæðum sameiginlegan hádegisverð (innifalið), göngum um þessa fallegu borg og skoðum stórkostleg listaverk í dómkirkjunni.
Síðdegis er ekið til Rioja héraðs í Baskalandi en þar gistum við næstu tvær nætur í smábænum Santo Domingo de la Calzada.
Gististaður okkar, Parador Bernardo Santo Domingo de Fresnada, var áður klaustur og gististaður fyrir pílagríma á Jakobsveginum, byggt á 16. öld. Kvöldverður á Paradornum er innifalinn.
Eftir morgunverð förum við í gönguferð um Santo Domingo de la Calzada sem er einn af þekktari áningarstöðum pílagríma á leið til Santiago de Compostela. Um hádegisbil heimsækjum við svo vínframleiðandann Baigorri sem er staðsettur skammt frá fyrrum höfuðborgar Riojahéraðs, Haro. Þarna snæðum við góðan mat með vínpörun að hætti hússins (innifalið). Síðdegis verður ekið til litla, fallega vínbæjarins Laguardia þar sem við röltum eftir steinlögðum strætum og öndum að okkur sögunni og fegurðinni.
Við kveðjum Santo Domingo de la Calzada og ökum í austurátt og heimsækjum einn af þekktustu vínframleiðendum Spánar, Marques de Riscal.
Við njótum vínsmökkunar (innifalið) með skemmtilegum og fræðandi starfsmönnum og skoðum síðan framleiðsluna og staðarhætti. Hótelið á staðnum er stórkostleg bygging, teiknuð af einum þekktasta arkitekt veraldar, Frank Gehry, sem hannaði einnig Guggenheim-safnið í Bilbao.
Að lokinni þessari skemmtilegu heimsókn ökum við til Logrono, núverandi höfuðborgar Riojahéraðs. Logrono er falleg og nútímaleg borg sem gaman er að heimsækja. Við kíkjum á helsta matarmarkað borgarinnar, sem svo sannarlega er mikil upplifun, við röltum um miðborgina og fáum okkur „tapas“ og fyrir þá sem hafa áhuga þá er mikið úrval verslana af öllu tagi.
Eftir viðdvöl Logrono ökum við áfram austur gegnum Navarrahérað í átt að Pýreneafjöllum og inní Aragon. Næsti gististaður okkar er Paradorinn í Sos del Rey Católico í samnenfndum bæ. Einstakur gististaður sem að hluta til er herragarður reistur á miðöldum. Hér snæðum við sameiginlegan kvöldverð í Paradornum (innifalið).
Eftir morgunverð leggjum við af stað til Bilbao með stuttu stoppi í Vitoria-Gasteiz sem er höfuðborg Baskalands en þar situr þing Baskalands.
Við komuna til Bilbao innritum við okkur á Radisson Collection Bilbao, 5* hótel í miðborginni. Síðdegið er svo frjálst og tilvalið að fá sér göngutúr um þessa skemmtilegu og fallegu borg.
Eftir morgunverð fáum við okkur léttan göngutúr niður að hinu víðfræga Guggenheim safni í Bilbao sem er aðeins í um 15 mínútna göngufæri við hótelið. Ekki aðeins eru sýningar safnsins í heimsklassa heldur er byggingin sjálf eitt stórt listaverk, hannað af Frank Gehry, sem er ótrúlega gaman að skoða og njóta. Eftir hádegi er ferðinni heitið til San Sebastian sem oftast er talað um sem fegurstu strandborg Spánar. Hér eru fallegar byggingar, fjölbreytt mannlíf, urmull góðra veitingastaða og verslana og mikil náttúrufegurð. Hér innritum við okkur á Hotel Catalonia Donostia 4* í miðborginni, en Donostia er nafn San Sebastian á basknesku.
Eftirmiðdagurinn er frjáls eftir að komið er á hótelið og tilvalið að skella sér í bæjarrölt eða á ströndina. Kvöldið er einnig frjálst og góð hugmynd að rölta á milli bara og fá sér „pintxos“ („tapas“ á basknesku) en „pintxos“ eru meira í ætt við smárétti sem oft er mikið lagt í og geta verið algjör veisla fyrir bragðlaukana.
Fyrir þá sem hafa áhuga ætlum við að heimsækja strand- og landamærabæinn Hondarribia sem er í um 30 mín. akstursfjarlægð frá San Sebastian, sannarlega öðruvísi og litríkan bæ sem gaman er að rölta um.
Dagurinn er annars frjáls.
Um kvöldið sameinast hópurinn í kveðjukvöldverði á góðum veitingastað (innifalið).
Þá er komið að heimfarardegi. Lagt verður af stað undir hádegi og ekið til borgarinnar Pamplona, en hún er heimsfræg fyrir hið árlega nautahlaup sem dregur að fífldjarfa einstaklinga ár hvert – víðsvegar að úr heiminum.
Eftir að hafa skoðað Pamplona og fengið sér í svanginn liggur leið okkar áleiðis til Madrid. Brottför á flugi Play er áætlað kl. 22:25 að staðartíma og lending í Keflavík kl. 00:55 að íslenskum tíma.
Fararstjórn, verð, greiðslur og innifalið
Goði Sveinsson er skipuleggjandi og fararstjóri í þessari ferð. Hann starfaði að flug- og ferðaskrifstofurekstri í áratugi og er nú mættur aftur til leiks. Goði þekkir Norður-Spán og Baskaland vel eftir fjölda ferða um þessi mögnuðu héruð Spánar.
Verð á mann: 420.000 kr. Aukagjald fyrir eins manns herbergi er 115.000 kr.
Greiða þarf 100.000 kr. staðfestingargjald pr. farþega við bókun sem innheimt verður í heimabanka.
Eftirstöðvar verða innheimtar allt að 70 dögum fyrir brottför.
Að öðru leyti og um endurgreiðslur gilda ferðaskilmálar Niko Travel Group sem nálgast má á heimasíðu ferðaskrifstofunnar.
• Flug Play til og frá Madrid, 23kg taska og allir skattar og gjöld.
• Gisting í 7 nætur á Paradors 4* og völdum hótelum 4–5* með morgunverði.
• Allur rútuakstur.
• Hádegisverður í Burgos, hádegisverður og vínpörun í Rioja, vínsmökkun hjá Marques de Riscal.
• Kvöldverðir í Paradorunum í Santo Domingo og Aragon.
• Aðgangur að Guggenheim-safninu í Bilbao, kveðjukvöldverður í San Sebastian og íslensk fararstjórn.
Ekki Innifalið
• Þjórfé og aðrar máltíðir en getið er hér að ofan.
Bóka
Þegar þú hefur staðfest bókun verður
stofnaður greiðsluseðill í heimabanka fyrir staðfestingargreiðslu.
Uppselt – Biðlisti
Hægt er að skrá sig á biðlista með því að hafa samband við okkur á niko@niko.is.