Hefur þig alltaf dreymt um að koma til Suður Ameríku? – Nú er tækifærið

Uppgötvaðu Buenos Aires, „París Suður Ameríku“, njóttu breiðstrætanna og sjáðu tango þar sem hann er þjóðdans. Santiago í Chile er stórbrotin borg og þar kynnumst við menningu þessa lands og förum m.a. í vínsmökkun. Haldið er suður á bóginn til Punta Arenas og Puerto Natales í Patagóníu og þjóðgarðurinn Torres del Paine heimsóttur. Þaðan er ekið yfir landamæri Argentínu til El Calafate þar sem stærsti innanlands-skriðjökull heims, Perito Moreno, er barinn augum. Haldið til Ushuaia sem er eitt syðsta byggða ból í heiminum við 55° og fylgst með lífi sæljóna og mörgæsa sem lifa á þessum slóðum. Haldið norður til Iguazú fossanna sem eru eitt af undrum veraldar og flogið þaðan til Rio de Janeiro og farið að Kristsstyttunni og á Sykurtoppinn. Ólýsanleg ævintýraferð þegar sumar ríkir í Suður Ameríku.  Flug um New York báðar leiðir með Icelandair og síðan með American Airlines. Gríptu tækifærið og komdu með.

Ferðskrifstofan Kólumbus gekkst fyrir glæsilegum ferðum til Suður Ameríku í janúar 2023 og 2024 en ferðirnar spönnuðu fyrst 15 daga og síðan 20 daga. Nú lengist ferðin sem nemur 2 nóttum vegna dvalar í New York á leiðinni út auk einnar nætur aukalega í Santiago. Viðtökur voru með ólíkindum en báðar ferðir seldust upp á skömmum tíma þegar þær voru auglýstar í apríl 2022 og 2023.

Ferðast verður til Bueno Aires, Santiago, Punta Arenas, El Calafate, Ushuaia, Iguazú og loks til Rio de Janeiro.

Sr. Þórhallur Heimisson verður fararstjóri í ferðinni en hann hefur ferðast með marga hópa á vegum Kolumbus ævintýraferða víða um heim á undanförnum árum. Honum til aðstoðar verða staðarleiðsögumenn sem veita fræðslu um staðarhætti og annað sem áhugavert er að upplifa. Þetta er stókostleg ferð sem enginn ætti að láta framhjá sér fara. Ítarlegar upplýsingar eru í ferðatilhögun má finna hér að neðan og auk þess í rafrænum bæklingi sem hægt er að nálgast með því að smella hér.

Ferðatilhögun

Brottför frá Íslandi 
Ferðin hefst í Leifsstöð þar sem hópurinn hittir ararstjórann, sr. Þórhall Heimisson, flogið er með flugi Icelandair FI623 til New Jersey kl. 17:00 og lent þar kl. 18:10 að staðartíma. Farþegar fara í gegnum toll og eftirlit og svo er haldið með hótelskutlum stuttan spöl að Marriott EWR Airport hótelinu þar sem gist verður fyrstu nóttina.
New York og flogið til Buenos Aires 

Morgunverður á hótelinu (innifalinn) og síðan er brottför með rútu kl. 10:00 áleiðis í 6 klst. skoðunarferð um New York City. Stoppað verður á nokkrum stöðum og tími gefst til að fá sér hádegisverð. Komið á JFK-flugvöll um kl. 16:00 þar sem hópurinn innritar sig í flug American Airlines AA-953 með brottför kl. 22:00 í beint næturflug til Buenos Aires þar sem lent er á alþjóðaflugvellinum EZE að morgni 20. janúar kl. 10:50.

Koma til Buenos Aires

Fararstjóri hópsins mun safna hópnum saman við komuna og þegar allir hafa heimt farangur sinn heldur hópurinn að rútu sem bíður fyrir utan flugstöðina ásamt staðarleiðsögumanni. Ekið verður inn í stórborgina (ca. 40 mín.) að hótelinu og farangri komið fyrir. Eftir það er haldið í stutta skoðunarferð um borgina miklu þar sem við kynnumst risavöxnu umfangi og iðandi mannlífi Buenos Aires og hlýðum á áhugaverða leiðsögn staðarleiðsögumanns okkar. Snæddur verður 3ja rétta hádegisverður á veitingastaðnum Mirasol de Puerto (drykkir eru ekki innifaldir) sem er á fallegum stað við nýju höfnina. Eftir það er haldið aftur að hótelinu þar sem innritun fer fram frá og með kl. 15:00 að staðartíma. Tímamismunur er -3 klst. m.v. íslenskan tíma.

Fyrstu 3 nætur ferðarinnar verður gist á Pulitzer Hotel Buenos Aires, góðu 4* hóteli. Eftir innritun mun fararstjórinn halda stutta kynningu á Buenos Aires og ferðinni í heild sinni. Hótelið er miðsvæðis í borginni skammt frá hinu fjölfarna breiðstræti Florida þar sem er fjöldi verslana auk hinnar stóru verslunarmiðstöðvar Galerias Pacifico sem er þess virði að heimsækja sökum stórbrotinna liststaverka sem umlykja verslunarmiðstöðina.

Eftir hádegisverð og ferðakynningu er frjáls dagskrá það sem eftir lifir dags og fólk getur skoðað sig um í Buenos Aires. Fararstjóri mun jafnframt veita góð ráð um hvað hægt er að upplifa og benda á hentuga veitingastaði í nágrenni hótelsins.  

Máltíðir innifaldar: Hádegisverður.

Skoðunarferð um Buenos Aires og tangósýning

Þennan dag ferðast hópurinn um borgina, sem oft hefur verið nefnd „París Suður-Ameríku“, og nýtur breiðstrætanna og annarra heillandi ökuleiða víðsvegar um þessa stórbrotnu höfðuborg Argentínu. Bæjarferðin hefst við Maí-torgið sem fram til dagsins í dag er vettvangur Argentínumanna fyrir pólitísk mótmæli. Við heyrum um sögu Argentínu og heimsækjum dómkirkjuna, þar sem hershöfðinginn og frelsishetja Suður- Ameríku, José San Martin, er grafinn, og sjáum þar hinn „eilífa loga“. Á Maí-torginu er og hin bleika höll ríkisstjórnar landsins, Casa Rosada, og gamla ráðhúsið Cabildo sem hefur staðið við torgið allt frá spænska nýlendutímanum. Við ökum út af hinu mikla 12 akbrauta breiðstræti, 9 de Julio, meðfram helsta kennileiti Buenos Aires, súlunni miklu, sem kölluð er Obelisk, og sjáum fallega óperu- og ballethúsið sem heitir „Colón-leikhúsið“. Við förum líka í gegnum hið heillandi gamla Tangó- og nýlenduhverfi, San Telmo, sem hefur verið endurnýjað á síðustu tveimur áratugum. Síðan höldum við í hið glæsilega Recoleta hverfi, sem er skammt frá hótelinu okkar, og heimsækjum Recoleta kirkjugarðinn og heyrum frásagnir af frægustu forsetafrú Argentínu, Evu Perón, sem er betur þekkt undir nafninu Evita. Leiðin liggur loks til La Boca hverfisins við ána þar sem hinn eini og sanni tangó er sagður hafa verið fyrst stiginn meðal fátækustu innflytjendanna sem komu til landsins frá Ítalíu, Spáni og Þýskalandi. Þetta hverfi er einnig þekkt fyrir knattspyrnu, þjóðaríþrótt Argentínumanna sem eru eins og alþjóð veit ríkjandi heimsmeistarar í knattspyrnu. Tækifæri gefst til að kaupa sér léttan hádegisverð við La Boca og þeir sem kjósa halda síðan með rútu áleiðis að hótelinu. Aðrir dvelja áfram í hverfinu og taka síðan leigubíl til baka.

Tangó er hinn argentínski þjóðardans. Um kl. 19:30 er haldið með rútu á skemmtistaðinn La Ventana þar sem við sjáum stórkostlega tangósýningu, „Tango show“. Hér munum við njóta ekta argentínskrar veislumáltíðar en allur matur og hálf vínflaska á mann er innifalinn þetta kvöld.

Máltíðir innifaldar: Morgunverður og kvöldverður 

Frjáls dagur í Buenos Aires

Dagurinn er til frjálsrar ráðstöfunar og mun fararstjórinn gefa góð ráð um hvað hægt sé að gera og benda á skemmtilega veitingastaði. Einnig er hægt að skreppa í dagsferð til Uruguay með ferju yfir stórfljótið River Plate til Colonia de Sacramento sem er 26 þús. manna bær. Ferja þangað gengur reglulega og tekur siglingin um 90 mín. hvora leið.

Máltíðir innifaldar: Morgunverður.

Frá Buenos Aires til Santiago

Við fljúgum áfram frá Argentínu kl. 11:45 til Santiago, höfuðborgar Chile, en borgin er á fallegum slóðum milli snævi þakinna tinda Andesfjalla og á sér merka sögu. Lent er í Santiago kl. 14:10 og við komum síðdegis á hótelið okkar, Novotel Providencia, og gistum í Providencia-hverfinu, aðlaðandi borgarhluta með skrúð­görðum, notalegum kaffihúsum og góðum veitingastöðum. Frjáls tími það sem eftir lifir dagsins.

Máltíðir innifaldar: Morgunverður.

Skoðunarferð um borgina og vínsmökkun í Maipo-dalnum 

Í fáum borgum í Suður-Ameríku er andrúmsloftið jafnheillandi og í höfuð­borg Chile með sinni töfrandi blöndu af gömlu og nýju. Við byrjum skoðunarferð­ina í miðborginni þar sem við fræðumst um sögu Chile allt frá því að Spánverjar veittu landinu sjálfstæði árið 1818 þar til lýðveldi var komið á að nýju árið 1990 eftir einræðisstjórn Augusto Pinochet í sautján ár. Einnig verður drepið á atburði í sögu landsins undir stjórn Spánverja þegar hinum herskáu Mapuche-indí­ánum, sem bjuggu á þessum slóðum, tókst að veita spænskum stjórnarherrum mótstöðu í þrjár aldir. Við heimsækjum forsetahöllina La Moneda þar sem sósíalistinn, Salvador Allende, forseti, svipti sig lífi þegar Pinochet braust til valda 11. september árið 1973. Við ökum áfram gegnum viðskiptahverfið í Santiago og á aðaltorg borgarinnar, Plaza de Armas, þar dómkirkjan gnæfir yfir, og síðan á freistandi markað þar sem söluborðin svigna undan glænýjum fiski úr Kyrrahafi.  

Síðdegis bregðum við okkur til Maipo-dalsins sem gengur einnig undir nafninu „víndalurinn“. Í dalnum hefur stærsti vínútflytjandi í Chile, Concha y Toro, verið með vínrækt og víngerð síðan árið 1883. Við fáum að kynnast leyndar­dómum víngerðarinnar, röltum um fallega garða og lítum einnig við í vín­kjallaranum. Þar eru til sýnis æfagömul vín sem hafa legið um kyrrt í kjall­aranum síðan fyrsti eigandi vínakranna og fyrirtækisins, Don Melchior Concha y Toro, settist hér að og hóf starfsemina. Okkur verða boðin góð vín (smökkun innfalin í verði). Við ljúkum svo deginum á hótelinu.

Máltíðir innifaldar: Morgunverður og nestispakki.

Frjáls dagur í Santiago

Frjáls dagur í Santiago og tilvalið að skoða sig um í miðborginni og njóta veðurblíðunnar en hitinn á þessum tíma er oftast 30-35°C. Útýnið til Andesfjalla er stórbrotið en hæstu tindar í nálægð við höfuðborgina ná yfir 5000 m hæð. Einnig er hægt að heimsækja hæsta turn Suður Ameríku (62 hæðir) og fylgjast m.a. með sólsetri við Kyrrahafið sem er mögnuð sjón í björtu veðri.

Máltíðir innifaldar: Morgunverður.

Haldið suður á bóginn til Punta Arenas
– Puerto Natales í Patagoníu

Morgunverður eldsnemma áður en lagt er af stað á flugvöllinn í Santiago um kl. 6:00. Við fljúgum til Punta Arenas í Patagóníu, syðst í Chile með brottför 8:50 og lendum þar kl. 12:15. Þegar komið er á áfangastað bregðum við okkur í göngu­ferð um bæinn. Punta Arenas stendur við 600 km langt Magellansund, nefnt eftir portúgalska landkönnuðinum Ferdinand de Magellan sem tókst að sigla á þennan afskekkta stað árið 1520.

Blómatímar Punta Arenas voru á síðari hluta 19. og í byrjun 20. aldar þegar ævintýragjarnir eldhugar sigldu um Magellansund á leið sinni í leit að gulli á vesturströnd Norður-Ameríku og í Alaska. Eftir að Panamaskurðurinn var opnaður árið 1914 má heita að Punta Arenas hafi hnignað ört. Núna gegnir bærinn minniháttar hlutverki sem herstöð og tollfrítt svæði. Oft sést vel yfir Magellansund til Isla Grande de Tierra del Fuego, Eld­lands­ins, sem er stærsta eyja í Suður-Ameríku, og til Darwin-fjall­garðsins þar sem hæstu tindar vestur við Kyrrahaf ná 2.000 m hæð.

Eftir heimsókn og hádegisverð í Punta Arenas (frjáls val) ökum við í þrjár klukkustundir til Puerto Natales og komum þangað síðdegis. Gist verður í 3 nætur á Costaustralis Hotel niður við höfnina þaðan sem fallegt útsýni er til Andesfjalla.

Máltíðir innifaldar: Morgunverður

Torres del Paine

Við notum daginn til þess að heimsækja hinn stórbrotna og undurfagra þjóðgarð Torres del Paine. Við nemum fyrst staðar hjá hellinum Cueva Milodon. Hér leituðu menn og dýr skjóls fyrir mörgum þúsundum ára og árið 1895 fundust í þessum helli leifarnar af risa­vöxnu letidýri frá forsögulegum tíma. Inni í hellinum stendur tréstytta af þessari forsögulega skepnu svo að gestir geta séð með eigin augum hversu stór þau voru þessi dýr. Við höldum svo ferðinni áfram í átt að þjóðgarðinum og ökum um hrífandi landslag.

Þjóðgarðurinn Torres del Paine er í stórbrotnu fjalllendi með iðjagrænum dölum, skriðjöklum, ísbreiðum og grænbláum stöðuvötnum. Hér halda til meira 100 fuglategundir. Þekktastur þeirra er kondórinn en einnig er algengt að sjá flamingóa á svæðinu. Þarna sjást einnig fjölmargar gúanökkur (villt lamadýr) og nandú-strútar. Við innganginn í þjóðgarðinn er frábært útsýni til hinna víðfrægu fjallatinda, Las Torres (Turnarnir), sem eru auðkennistákn þjóðgarðsins. Eftir að hafa notið dvalarinnar í þjóðgarðinum ökum við til Puerto Natales þegar nær dregur kvöldi.

Máltíðir innifaldar: Morgunverður og nestispakki.

Puerto Natales – Balmaceda og Serrano

Enn bíður okkar eftirminnilegur dagur. Við förum um borð í skip sem siglir með okkur inn í Última Esperanza-fjörðinn til Bernando O’Higgins þjóðgarðs­ins þar sem getur að líta stórfenglega skriðjökla eins og Balmaceda og Serrano.

Á leiðinni fræðumst við um sögu Puerto Natales og sjáum Kondóra-fossinn. Siglt verður að skriðjökulstungu Balmaceda sem er áhrifamikil sjón. Þaðan er svo ferðinni haldið áfram til Puerto Toro þar sem við stígum í land og förum í hringsiglingu gegnum Coihües-skóginn og næstum alveg að Serrano-skrið­jöklinum. Eftir það er snæddur hádegisverður á öðrum viðkomustað nálægt skóginum. Að loknum frábærum degi í nokkrum af fegurstu fjörðum Chile verður haldið aftur til Puerto Natales og gist þar.

Máltíðir innifaldar: Morgun- og hádegisverður.

Puerto Natales til El Calafate í Argentínu

Við snæðum morgunverð snemma og ökum svo af stað kl. 07:15 áleiðis til El Calafate (um 4ja klst. akstur). Á leiðinni förum við yfir landamærin til Argentínu. Léttur hádegisverður á leiðinni er innifalinn (nestispakki).

Komið verður til El Calafate laust eftir hádegi og við innritum okkur á fallegt hótel í bænum, Edenia Hotel, þar sem dvalist verður næstu 2 nætur. Frjáls tími gefst eftir hádegi til að skoða sig um í þessu litla þægilega þorpi sem býður uppá fjölda veitingastaða og skemmtilegt mannlíf. Síðdegis verður svo haldið í heimsókn á fjárbúgarðinn 25 de Mayo Ranch sem er nálægt bænum. Hópurinn verður boðinn velkominn með smá hressingu áður en farið verður í gönguferð í hinni fallegu náttúru kringum búgarðinn. Þegar komið verður til baka fáum við stutta sýnikennslu í hvernig sauðféð í Argentínu er rúið og ullin meðhöndluð. Staðarhaldarar segja frá störfum sínum með dýrin og ef veður leyfir sýna gestgjafarnir hæfni sína á hestbaki. Kvöldinu lýkur með góðum kvöldverði þar sem boðið verður upp á ferskt lamb, lagað og framreitt á hefðbundinn patagónískan hátt. Mettir af hinum ágæta mat og eftirminnilegum degi snúa ferðalangar aftur á hótelið.  

Máltíðir innifaldar: Morgunverður, nestispakki og kvöldverður.

Lago Argentino og stærsti innanlands-skriðjökull heims

Við notum daginn til skoðunarferðar sem hefst meðfram stærsta stöðuvatni Argentínu, Lago Argentino. Vatnið er mettað af leir og steinefnum frá bráðnandi jöklum á svæðinu og er gráhvítt yfirborð vatnsins kallað „jökulmjólk“. Landslagið er ákaflega fallegt og við sjáum hinar óviðjafnanlegu patagónísku sléttur, jökulbráð í vötnunum og hin voldugu snæviþöktu Andesfjöll við landamæri Argentínu og Chile. Við höldum inn í þjóðgarðinn til að komast í snertingu við stærsta innanlands-skriðjökul heims, Perito Moreno. Því nær sem kemur að jöklinum því háværari verða brestirnir frá stórum og litlum jökum sem sem hrynja úr jökuljaðrinum og senda flóðbylgjur út í vatnið. Hér förum við einnig í 1 klst. siglingu á lóninu sem fellur til frá jöklinum og siglt er mjög nálægt honum þar sem frábært tækifæri gefst til myndatöku.

Perito Moreno er einstakur skriðjökull vegna þess að hann skríður áfram um tvo metra á dag og rekst á skaga sem hópurinn kemur til með að ganga á. Jökullinn myndar lítið stöðuvatn þar sem vatnsborðið rís hraðar en á hinni hlið skagans sem grefur úr jöklinum þar sem hann rekst á skagann. Nokkrum sinnum á ári brotnar svo mikið úr jökul­tungunni að vatnshæðin á milli litla stöðuvatnsins og stóra vatnsins jafnast út. Einnig verður farið í 1 klst. siglingu á lóninu sem fellur til frá jöklinum og siglt mjög nálægt jöklinum þar sem frábært tækifæri gefst til myndatöku. Ekið til baka áleiðis til El Calafate og komið þangað síðdegis. Tilvalið að að rölta um hina geysivinsælu göngugötu bæjarins þar sem margar skemmtilegar vörur eru á boðstólum ásamt fjölda veitingastaða.

 

Máltíðir innifaldar: Morgunverður og hádegisverður (heilsdagsferð).

Syðst á bóginn til Ushuaia 

Við tökum því rólega fyrir hádegi en höldum áleiðis á flugvöllinn í El Calafate um kl 13:00 (25 mín. akstur) og eftir það í stutta flugferð til borgarinnar Ushuaia kl. 15:10 þar sem lent verður kl. 16:30. Dvalið verður í 2 nætur á Fueguino Hotel. Ushuaia (Djúpavík) er opinberlega syðsta borg heims og stendur á „heimsenda“, Eldlandi við 55° suðlægrar breiddar. Flogið er inn yfir Beaglesundið (Beagle Canal) sem er nefnt eftir skipinu sem náttúrufræðingurinn heimskunni, Charles Darwin, sigldi með á rannsóknaferð sinni um þessar slóðir. Beaglesund er fallegt en kalt og tengir Atlantshaf við Kyrrahaf.

Máltíðir innifaldar: Morgunverður

Dagur í þjóðgarðinum Tierra del Fuego
og sigling á Beaglesundinu

Um kl. 9:00 ökum við til þjóðgarðsins Tierra del Fuego rétt fyrir utan Ushuaia en þar er svokallaður tempraður regnskógur vegna hinnar miklu árlegu úrkomu á svæðinu. Hér ber fegurð náttúrunnar vitni um hin einstöku vaxtarskilyrði við endimörk heimsins; mörg trjánna vaxa í 45 gráðu vinkil, hafa sveigst undan öflugum suðvestanvindinum sem ríkir á vissum tímabilum á þessu svæði. Farið verður í nokkrar stuttar gönguferðir til að líta betur á gróðurinn þar sem suðurhafsbeyki er meðal trjátegunda. Með smá heppni mun sjást til refa og kanína og við blasir hin mikla eyðilegging sem innfluttir bjórar frá Kanada hafa valdið víða á Eldlandi. Þá gefst einstakt tækifæri til að njóta náttúrunnar í kring þegar „nestið“ verður snætt á hádegi undir berum himni.

Á síðustu ísöld var svæðið þakið mikilli þykkri jökulbreiðu. Þannig einkennist þjóðgarðurinn af jökulruðningum og hér er einnig stöðuvatn sem hefur áður verið fjörður út í Beaglesund. „Pan American-þjóðvegurinn“, sem hefst í Alaska og liggur suður Norður-, Mið- og Suður-Ameríku, endar hér. Hann er lengsti samfelldi vegur í heimi eða um 17.000 km að lengd. Einnig verður syðsta pósthús í heimi heimsótt en þar er aldinn maður að störfum eftir áratugi í þessu litla merkilega pósthúsi. Þar er hægt að póstleggja póstkort og óska eftir stimpli í passann.

Um kl 15:00 er farið í bátsferð á Beaglesundi*. Innfæddur staðarleiðsögumaður mun veita náttúruleiðsögn um borð og segja okkur frá mergð albatrossa og ýmissa andategunda sem við munum sjá meðal ótal annarra fuglategunda. Við sjáum sæljón og mörgæsategundir sem dvelja líka á þessum slóðum. Snævi þaktir tindar fjallanna í bakgrunninum eru á landamærum Argentínu og Chile, og voru áður heimili flökkufólks sem hafði logandi eld alls staðar meðferðis, jafnvel í kanóbátum sínum. Þess vegna ber svæðið heitið „Eldland“. Siglt verður að hinum fræga vita, Les Eclaireus, í gegnum skerjótt hafsvæði sem geymir á botni sínum fjölmörg sokkin hafskip. Heildarferðartími ásamt siglingunni er 5 klukkustundir og komið til hafnar í Ushuaia um kl. 20:30. Eftir það er tilvalið að rölta um bæinn og finna sér góðan veitingastað en nóg er af þeim við strandgötuna í bænum. Við erum stödd það sunnarlega á hnettinum að bjart er til kl. 23:00 að kvöldi á þessum árstíma.

Kvöldið er frjálst til að kanna og njóta svæðisins á eigin vegum og kvöldverðarhugmynd sem hægt er að mæla með og njóta er Kingcrab (krabbi) eða Merluza Negra (Suðurhafsþorskur) – sem er eiginlega skylda að prófa á þessum breiddargráðum.

*Sigling um Beaglesund er háð verðri en ferðaskrifstofan áskilur sér rétt til að fella ferðina niður ef veður hamlar og bann við siglingu þennan dag er í gildi frá hafnaryfirvöldum.  

Innifalið: Morgunverður og nestispakki

Norður til Puerto Iguazú

Flogið norður á bóginn kl. 09:20 að landamærum Argentinu og Brasilíu til Puerto Iguazú og lent þar kl. 20:45 með millilendingu á AEP flugvellinum í Buenos Aires kl. 12:50 þar sem við þurfum að bíða í um 6 klst. í flugstöðinni eftir næsta flugi. Farangur verður innritaður alla leið til Iguazú. Í flugstöðinni er hins vegar góð aðstaða og veitingastaðir þar sem hægt er að fá sér að borða.

Við komuna til Iguazú verður haldið rakleiðis á hótel okkar, Amerian Park Iguazu Hotel 4* þar sem gist verður í 2 nætur. Svæðið hefur verið nefnt eitt af sjö undrum veraldar en gríðarlegt vatnsmagn í Iguazú fossum fellur með ótrúlegum krafti fram af allt að 100 metra háum klettabrúnum allan sólarhringinn.

Máltíðir innifaldar: Morgunverður.

Dagur við Iguazú fossa
– eina af stærstu fossum veraldar

Heilsdagsferð til Iguazú þjóðgarðsins þar sem við sjáum stærstu fossa í heimi. Þetta eru í raun 275 fossar sem dreifast yfir 80.000 ha svæði. Þar er frumskógur eins langt og augað eygir með tukan-fuglum, páfagaukum, öskuröpum, jagúörum og mörgum öðrum frumskógardýrum svo dæmi séu tekin. Þjóðgarðurinn Argentínumegin er tengdur þjóðgarðinum Brasilíumegin en hann heimsækjum við daginn eftir. Ekið verður í lítilli opinni lest að stærstu fossunum – Gapi Djöfulsins – sem eru á landamærum Argentínu og Brasilíu. Fyrir hádegi verður gengið á þar til gerðum göngustígum sem liggja að og við rætur fossanna með tilheyrandi upplifun frá öllum hliðum séð. Á sumum stöðum er nauðsynlegt að pakka myndavélum og símum vel inn vegna vatnsgufunnar og loftrakans. Rétt eftir hádegi verður gert hlé á dagskránni þar sem ferðalöngum gefst kostur á að kaupa sér hressingu á tveimu mismundandi veitingastöðum.

Eftir hádegi er síðan haldið í einskonar „Safariferð“ þar sem hópnum verður ekið á opnum pallbíl í gegnum regnskóginn niður fljótinu River Iguazú þar sem stigið verður upp í lítinn bát sem siglir með hópinn upp að fossunum. Þetta er mikið ævintýri þar sem fólk blotnar töluvert en allir fá þar til gerða vatnshelda poka sem hægt er að geyma töskur, síma, skó og annað sem ekki er æskilegt að nota rétt meðan siglt er undir fossana. Ferðinni lýkur síðdegis og þá er haldið beint á hótelið.  

Efnt verður til kvöldverðar á veitingastaðnum Hito ef áhugi er fyrir hendi (ekki innifalið í verði) en stórkostleg sjón er að sitja þarna við landamæri þriggja landa Argentínu, Brasilíu og Paragvæ og fá sér kvöldverð með útsýni yfir River Iguazú. 

Máltíðir innifaldar:  Morgunverður.

Iguazú fossarnir séðir frá Brasilíu
– haldið til Rio de Janeiro

Lagt er snemma af stað með rútu frá hótelinu að landamærum Brasilíu og Argentínu. Bið á landamærunum getur tekið allt að 1 klst. samanlagt og því þarf að fara snemma af stað. Fyrri hluta dagsins fær hópurinn að upplifa náttúrufegurðina við Iguazú fossana séða frá brasilísku hlið þjóðgarðsins og þá sjást flestir þeir fossar sem barðir voru augum deginum áður, Argentínumegin. Upplifinunin er talsvert önnur og áhrifameiri m.t.t. myndatöku. Ferðalangar munu þá njóta 360° útsýnis yfir allt svæðið í gönguferð sem spannar um 1,5 km. Meiriháttar upplifun og margir telja að hápunktinum verði náð við lok göngunnar þegar komið er að eins nálægt „Gapi Djöfulsins“ og hægt er að komast.

Eftir göngu meðfram fossunum er hópnum safnað saman um hádegisbil og eftir það verður svo haldið af stað frá Iguazú áleiðis á flugvöllinn Brasilíumegin þaðan sem flogið verður til Rio de Janeiro, næststærstu borgar Brasilíu þar sem íbúar eru um 7 milljónir. Brottför til Rio de Janeiro áætluð kl. 15.00 með millilendingu í Sao Paulo. Lent er í Rio kl. 18:35. Staðarleiðsögumaður tekur á móti okkur og fylgir að rútu sem ekur hópnum inn í þessa stórbrotnu borg að glæsilegu hóteli, Windsor California 4* þar sem gist verður í 3 nætur (herbergi leigð í 4 nætur). Frjáls dagskrá um kvöldið og tilvalið að skoða sig um á strandgötunni við frægustu baðströnd verlaldar, Copacabana. Í borginni eru margar strendur, sem liðast meðfram fjalllendi, og borg, náttúra og haf renna saman í eitt og hafa gefið Rio de Janeiro gælunafnið „Guðs borg“.

Máltíðir innifaldar: Morgunverður.

Kristsstyttan

Lagt af stað kl. 10:00 í skemmtilega skoðunarferð meðfram ströndum Rio de Janaiero, þ.m.t. Copacabana og Ipanema þannig að þátttakendur átti sig betur á því hvernig borgin liggur landfræðilega. Eftir það er farið í innri bæinn að lestarstöðinni sem flytur okkur með tannhjólalest upp á topp hins 713 metra háa Corcovado fjalls. Lestarferðin er stórkostleg í gegnum bæjarþjóðgarðinn í Rio de Janeiro með apa og páfagauka í návígi. Héðan er ótrúlegt og ógleymanlegt útsýni suður í átt að Ipanema-ströndinni, norðan við hótelið okkar á Copacabana-ströndinni, og ef litið er enn lengra má sjá hið mikla stöðuvatn enn norðar. Á toppnum bíður eitt af opinberum sjö undrum heims: „Kristsstyttan“ sem gnæfir hátt yfir „Borg Guðs“. Sjálf styttan er 38 m há og vegur 1145 tonn. Haldið niður eftir 1 klst. dvöl við Kristsstyttuna og komið á hótelið um miðjan dag.

Máltíðir innifaldar: Morgunverður.

Sykurtoppurinn og Dómkirkjan

Lagt er af stað kl. 8.30 í skoðunarferð á stað sem hugsanlega er enn frægara tákn fyrir Rio de Janeiro en Krists­styttan en það er „Sykurtoppurinn“. Það er steinstallur sem farið er upp að með tveimur svifbrautum að endastöðinni sem er í 396 metra hæð með útsýni yfir Guanabaraflóann og innsiglinguna frá Atlantshafi. Stórkostlegt útsýni er þarna á efsta hluta efri klettsins þar sem strendur Rio blasa við ásamt öðrum borgarhlutum, smábátahöfn og innanlandsflugvelli borgarinnar.

Svo er farið aftur niður með kláfnum og við rennum fram hjá ýmsum ströndum og yfir lónið mikla sem meðal annars var vettvangur róðrarkeppninnar á Ólympíuleikunum árið 2016. Eftir að komið er til baka verður svo ferðast um miðborg Rio, við skoðum hina nýju og sérstöku dómkirkju Lipa Cathedral og gamla fallega óperuhúsið og farið að hinu þekkta listasafni borgarinnar við höfnina í Rio de Janeiro. Þeir sem áhuga hafa gefst kostur á að heimsækja hinar heimsfrægu tröppur „Selarons“ og koma sér síðan til baka á eigin vegum með leigubíl. Komið á hótelið laust eftir hádegi og frjáls dagskrá það sem eftir lifir dags til að skoða sig um í borginni. Um kvöldið verður blásið til kveðjukvöldverðar á spennandi veitingastað í Rio.

Máltíðir innifaldar: Morgunverður

Frjáls dagur í Rio og brottför / heimferð

Dagurinn er frjáls fram eftir degi og þá er hægt skoða sig betur um í stórborginni eða njóta strandlífsins á Copacabana. Herbergi eru innifalin í verði fram á kvöld og því þarf ekki pakka niður í töskur fyrr en líða fer að brottför. Brottför frá hótelinu með rútu áleiðis á alþjóðaflugvöllinn GIG er um kl. 18:30 þaðan sem flogið verður með American Airlines í beinu næturflugi AA-974 áleiðis til New York/JFK kl. 23:00.

Máltíðir innifaldar: Morgunverður.

Koma til New York og brottför til Íslands 

Lent er á Kennedy flugvelli kl. 7:10 eftir næturflug frá Rio de Janeiro. Farþegar sækja töskur sínar og halda ásamt fararstjóra út fyrir flugstöðvarbygginguna í hótelrútu sem ekur mannskapnum að Marriott JFK-Aiport þar sem herbergi bíða tilbúin til afnota þar til eftir hádegi. Lagt af stað aftur að flugstöðinni kl. 17:00 og komið þangað skömmu síðar þar sem innritun fer fram í flug Icelandair FI614 með brottför kl. 19:25. Lent er í Keflavík að morgni 9. febrúar kl. 6:10.

Þar með lýkur þessari glæsilegu ferð um Suður Ameríku löndin þrjú, Argentínu, Brasilíu og Chile.

Máltíðir innifaldar: Morgunverður.

Fararstjóri, verð, greiðslur og innifalið

Sr. Þórhallur Heimisson verður fararstjóri okkar. Hann er öllum hnútum kunnugur og hefur starfað sem leiðsögumaður allt frá árinu 2005. 

Verð á mann: 1.490.000 kr. Aukagjald fyrir eins manns herbergi er 299.000 kr.

Hægt er að óska eftir breiðari sætum á langflugum milli New York og Buenos Aires og Rio de Janeiro og New York sem kosta 300.000 kr. aukalega. Takmarkað sætaframboð er á þessum sætum. 

Við staðfestingu pöntunar þarf að greiða 100.000 kr. sem er að fullu endurgreiðanlegt til 1. ágúst 2024. Þann 10. september þarf að standa skil á 50% af verði ferðarinnar og lokauppgjör þarf að fara fram 25. október. Ekki er hægt að fá endurgreitt eftir 25. október.

Að öðru leyti gilda ferðaskilmálar Niko travel group sem nálgast má á heimasíðu ferðaskrifstofunnar.

Allar nánari upplýsingar veitir Sigurður K. Kolbeinsson, í síma 499-2960 eða á netfanginu niko@niko.is.

• Flug á Economy Class frá Keflavík til Buenos Aires (um New York) og heimflug frá Rio de Janeiro, þ.m.t. skattar og gjöld. 
• Allt innanlandsflug í Argentínu, Chile og Brasilíu, þ.m.t. skattar og gjöld.
• Gisting í tveggja manna herbergi í góðum og vel staðsettum hótelum í 19 nætur.  
• Máltíðir samkvæmt ferðalýsingu.
• Allur flutningur og skoðunarferðir, þ.m.t. aðgangseyrir samkvæmt ferðaáætluninni.
• Skoðunarferðir í Buenos Aires og aðgangur að grafhýsi Evu Peron.
• Tangósýning og sameiginlegur kvöldverður í Buenos Aires.
• Skoðunarferðir í Santiago og dagsferðir í suðurhluta Chile, við Punta Arenas og Puerto Natales .
• Ferðalög til Tierra del Fuego þjóðgarðsins auk bátsferðar.
• Heimsókn á búgarð við El Calafate ásamt góðum kvöldverði.
• Dagsferð til stærsta stöðuvatns Argentínu, Lago Argentino, og stærsta innanlandsskriðjökuls veraldar, Perito Moreno.
• Heimsókn til hinna heimsfrægu Iguazú fossa bæði frá argentínskum og brasilískum landsvæðum, þ.m.t. bátsferð.
• Skoðunarferðir og slökun í Rio de Janeiro.• Svæðisleiðsögumenn / náttúruleiðsögumenn.
• Fararstjórn Þórhallar Heimissonar sem ferðast með hópnum frá Keflavík og verður með hópnum allan tíman þar til ferðinni lýkur, 
Sérstakur kynningarfundur í Agóges salnum í Lágmúla 4 í byrjun janúar 2025 þar sem fararstjóri og starfsfólk Kólumbus mun upplýsa þátttakendur um helstu atriði sem hafa ber í huga áður en lagt er upp í þessa langferð.

Bóka

4 sæti laus vegna forfalla!

Við eigum eingöngu tveggja manna herbergi laus. Hægt er að skrá sig á biðlista fyrir einstaklingsherbergi með því að hafa samband við okkur á niko@niko.is.

Farþegi 1

Farþegi 1 er greiðandi
Farþegi 1 deilir herbergi með með farþega 2.
Farþegi 3 er í einsmannsherbergi.
Til að fá þrjú einsmannsherbergi þarf að gera þrjár bókanir með einum farþega.

Farþegi 1

Athugið:
Farþegi 1 er greiðandi
Farþegi 1 deilir herbergi með með farþega 2.
Farþegi 3 deilir herbergi með með farþega 4.
Til að fá t.d. eitt tveggjamanna herbergi og tvö einsmannsherbergi þarf að gera tvær bókanir aukalega með einum farþega.

Farþegi 3

Farþegi 3 er í einsmannsherbergi.

Farþegi 3

Farþegi 3 deilir herbergi með farþega 4.

Farþegi 4

Farþegi 3 deilir herbergi með farþega 4.
Skilaboð með pöntun geta t.d. verið óskir um séraðgengi, tegund herbergis (t.d. aðskilin rúm), spurningar til okkar varðandi ferðina. Hér er einnig góð hugmynd að taka það fram ef ferðast er með öðrum sem hafa bókað ef áhugi er fyrir því að vera með herbergi nálægt viðkomandi.

Þegar þú hefur staðfest bókun verður
stofnaður greiðsluseðill í heimabanka fyrir staðfestingargreiðslu.

Nánari upplýsingar

Allar nánari upplýsingar eru veittar í síma
499-2960 eða á netfanginu niko@niko.is.

Brottför

Dagar
Klst.
Mín.

Umsagnir viðskiptavina okkar

Niko Travel Group er alhliða ferðaskrifstofa sem býður viðskiptavinum sínum fjölbreyttar ferðalausnir víða um heim. Niko Travel Group rekur vörumerkin Kolumbus – Ævintýraferðir, Kolumbus – Siglingar og Ferðaskrifstofu eldri borgara. Við leggjum áherslu á spennandi áfangastaði sem eftirsóknarvert er að heimsækja og auk þess vel skipulagðar ferðir fyrir eldri borgara. Við þjónustum einnig sérhópa sem til okkar leita. 

Niko Travel Group er alhliða ferðaskrifstofa sem býður viðskiptavinum sínum fjölbreyttar ferðalausnir víða um heim.

Niko Travel Group rekur vörumerkin Kolumbus – Ævintýraferðir og Ferðaskrifstofu eldri borgara auk bókunarþjónustu fyrir Hótel Skt. Petri í Kaupmannahöfn.

Við leggjum áherslu á spennandi áfangastaði sem eftirsóknarvert er að heimsækja og auk þess vel skipulagðar ferðir fyrir eldri borgara. Við þjónustum einnig sérhópa sem til okkar leita.