Siglingar

Niko ehf., rekstraraðili Kólumbus Siglinga, tók við söluumboði á Íslandi fyrir hið þekkta skipafélag, Silversea, í ársbyrjun 2024.
Við sérhæfum okkur í ráðgjöf og bókunum á einstaklingsferðum en bjóðum einnig upp á tilfallandi hópferðir sem ætlaðar eru 10-20 manna hópum.

Silversea er heimsþekkt skipafélag sem sérhæfir sig í lúxusferðum með skemmtiferðaskipum sem sigla um öll heimsins höf.
Silversea býður uppá mjög fjölbreyttar ferðalausnir, með Ísland sem einn af fjölmörgum áfangastöðum víða um heim.

Silversea rekur 12 skip sem öll eru nýleg og hönnuð miðað við nútíma þæginda til að tryggja bestu fáanlegu upplifun fyrir farþega meðan á ferðalaginu stendur. Allar svítur eru í hæðsta gæðaflokki. Skipin eru af annarri stærðargráðu en hefðbundin skemmtiferðaskip þar sem fjöldi farþega getur verið frá 100-728 og áhafnarhlutfallið u.þ.b. einn starfsmaður á hvern gest sem tryggir afburða þjónustu. Öll þjónusta, þ.m.t. skoðunarferðir á viðkomandi áfangastöðum sem og matur og drykkir er innifalin í ferðum á vegum Silversea með örfáum undantekningum.

Hvers vegna Silversea

Nánari tenging

Silversea varð til með það fyrir augum að opna fyrir dýpri tengingu á ferðalögum – að gestir komist í meiri nánd við óspillta náttúru og fegurð viðkomustaða. Siglingarnar hafa upp á að bjóða mikið af sjaldgæfum, persónulegum og ógleymanlegum tækifærum til að skoða heiminn sem aldrei fyrr.

„Lítil“ og þægileg skip

Skipin eru hönnuð til að skapa gott pláss fyrir færri, útvalda ferðamenn. Mikið er gert úr þægindum og lúxus aðbúnaði, en samt rétt stærð svo vel sé haldið utan um gesti og vera aðlaðandi og þægileg. Skipin hafa eingöngu svítur og eru frá 51 í 364, í skipi og tryggja að viðskiptavinir upplifi að það sé heimilið þeirra að heiman.

Yfir 900 áfangastaðir

Marg rómaðar ferðir Silversea, hafa staðfest þá trú, að ferðaáætlanir þeirra séu þær bestu sem völ er á. Hægt er að heimsækja allar heimsálfur, og mikið úrval áfangastaða allt frá háþróuðum heimsborgum til afskekktra eyja, frá suðrænum miðbaug til ystu norðurslóða.

Afburða þjónusta

Áhöfn skipa er allt að einn starfmaður á hvern gest, allan sólarhringinn. Einkaþjónn er til þjónustu reiðubúinn fyrir gesti hverrar svítu á öllum skipum. Reynslumikið starfsfólk leggur metnað sinn í þjónustu við gesti og að sjá til þess að upplifun ferðar verði fullkomin.

Sælkerafæði

Gæði veitingastaða um borð munu alltaf vera gimsteinn í kórónu Silversea. Nýjustu skipin bjóða einnig upp á veitingastaði með áherslu á áfangastaði, bari með einstakri upplifun – sem gerir gestum kleift að auðga ferðalög sín með því að kafa djúpt í staðbundna matargerð, arfleifð og tækni.

Allt innifalið

Silversea er fyrsta skipafélagið sem býður akstur að heiman*, flug til þess staðar sem þú ætlar að fara um borð*, skoðunarferðir þegar lagst er að bryggju, allur matur á mörgum veitingastöðum um borð og drykkir. Minibar í svítu með því sem þú vilt hafa í skápnum. Einkaþjónninn fyllir á birgðir og heldur kampavíninu köldu. Ef flugin eða aksturinn er ekki nýttur, kemur afsláttur á móti.

*Ekki í boði að svo stöddu frá Íslandi.

Siglingar með Silversea er ógleymanlegar í alla staði og fyllilega þess virði að prófa, þó ekki væri nema einu sinni á ævinni.
Persónuleg þjónusta

Allar nánari upplýsingar um áfangastaði, ferðir í boði, verð og þjónustu eru veittar í síma 499-2960 eða í gegnum netfangið niko@niko.is. Við önnumst bókanir og eftirfylgni frá því að pöntun er staðfest þar til ferðin er farin. Við vinnum náið með aðal söluskrifstofu Silversea í Evrópu og tryggjum ávallt bestu fáanlegu verð sem í boði eru.

Ferðir Kolumbus siglinga á sértilboði

Allar vistarverur eru í hæsta gæðaflokki og ferðir geta verið hefðbundnar eða ævintýraferðir þar sem m.a. er farið á Zodiac bátum í land.

Skráðu þig í netklúbb
Kolumbus Siglinga!

Fáðu tölvupóst um siglingar og tilboð.

Niko Travel Group er alhliða ferðaskrifstofa sem býður viðskiptavinum sínum fjölbreyttar ferðalausnir víða um heim. Niko Travel Group rekur vörumerkin Kolumbus – Ævintýraferðir, Kolumbus – Siglingar og Ferðaskrifstofu eldri borgara. Við leggjum áherslu á spennandi áfangastaði sem eftirsóknarvert er að heimsækja og auk þess vel skipulagðar ferðir fyrir eldri borgara. Við þjónustum einnig sérhópa sem til okkar leita. 

Niko Travel Group er alhliða ferðaskrifstofa sem býður viðskiptavinum sínum fjölbreyttar ferðalausnir víða um heim.

Niko Travel Group rekur vörumerkin Kolumbus – Ævintýraferðir og Ferðaskrifstofu eldri borgara auk bókunarþjónustu fyrir Hótel Skt. Petri í Kaupmannahöfn.

Við leggjum áherslu á spennandi áfangastaði sem eftirsóknarvert er að heimsækja og auk þess vel skipulagðar ferðir fyrir eldri borgara. Við þjónustum einnig sérhópa sem til okkar leita.