Greinar

Santíagó de Chile
Það er sérstök tilfinning að koma fljúgandi yfir Andesfjöllin og sjá Santíagó borg, eða Santiago de Chile eins og hún heitir formlega, skyndilega birtast á sléttunni fyrir neðan fjöllin. Fjallgarðurinn er gríðarlegur, tindarnir teygja sig móti himninum snævi þaktir, og vélin siglir yfir þá og steypir sér svo niður á milli þeirra, niður að borginni. Santíagó er höfuðborg Síle og suðupottur, blanda fornrar menningar Suður Ameríku og nútímans, fjallasýnar og sléttunnar, Evrópu, Suður Ameríku og Kyrrahafsins. Borgin kúrir við fætur Andesfjalla eins og áður segir og fegurð náttúrunnar fer ekki fram hjá neinum sem til borgarinnar kemur. Ekki fremur en mögnuð saga hennar og menningarstraumarnir sem um hana streyma.

Ríó de Janeiro
Ekki er erfitt að taka undir það sem margir segja, að Ríó de Janerio sé fallegasti staður á jörðinni. Það er meira að segja til gömul þjóðsaga í Brasilíu sem segir, að Guð hafi skapað heiminn á sex dögum, en sjöunda daginn hafi hann ekki hvílt sig, eins og segir frá í Biblíunni, heldur hafi hann einbeitt sér allan daginn að því að skapa Ríó. Þess vegna er borgin svona undursamlega falleg. Ég held ég geti tekið undir þessa skemmtilegu sögu. Allavega heillaðist ég af borginni þegar ég kom þangað í fyrsta sinn og hef verið aðdáandi hennar síðar. Þó auðvitað hafi hún sínar skuggahliðar eins og allar aðrar borgir. Grænar, skógi vaxnar hæðirnar og dásamlegar strendurnar eru ef til vill það fyrsta sem fangar augað þegar maður kemur til borgarinnar. En dulúðugur hrynjandi borgarinnar, heillandi mannlífið, maturinn og tónlistin gera það að verkum að maður gleymir henni aldrei.

Flórens
Þegar litið er á kort af Ítalíu minnir landið gjarnan á stígvél. Efst uppi, eða lengst í norðri, eru Alparnir og lengst niðri, eða lengst í suðri, er Sikiley eins og táin á stígvélinu en Apulia hællinn. Gegnum allt „stígvélið“ teygja sig síðan Appennínafjöll og tengja saman landið. Við fót Appennínafjallanna í norðri liggur hin yndislega borg Flórens. Flórens er ein þekktasta borg Ítalíu, þó hún sé í raun smáborg á ítalskan mælikvarða. Þar búa ekki nema um 380.000 manns eða álíka margir og Íslendingar. En samt er þessi litla borg höfuðborg lista og menningar í Evrópu og þó víðar væri leitað. Um leið er Flórens höfuðborg Toskana héraðs, sem af mörgum er talið eitt fallegasta hérað Ítalíu. Þar verð ég samt að fá að setja smá varnagla. Ég get nefnilega ekki valið eitt hérað Ítalíu framar öðrum.

Ástralía
Ástralíubúar eru svo sannarlega andfætlingar okkar, búa andfætis á hnettinum. Landið er stærsti landmassinn í Eyjaálfu sem nær yfir Kyrrahafseyjar. Ástralía er eitt besta land í heimi að búa í ef tekið er tillit til alþjóðlegra staðla sem snerta heilsufar, menntun, atvinnu og lífsgæði. Þangað er sem sagt gott að koma. Og Ástralía er sjötta stærsta land í heimi. Samt eru íbúar landsins álíka margir og Norðurlandabúar, eða um 25.000.000. Flestir búa við austur og suð-austur ströndina þannig að stór hluti landsins er óbyggðir. Þar er líka að finna stærstu borgir landsins og þær þekktustu, eins og Sydney með óperuhúsinu sínu og höfuðborgina Canberra.

Borg hinna dauðu
Það bar við í fréttum frá Vatikaninu í Róm fyrr í vetur, að opna ætti fyrir almennum ferðalöngum Borg hinna dauðu eða Necropolis, sem finna má undir Péturskirkjunni. Hún hefur hingað til verið lokuð öllum nema þeim sem hafa sérstakt leyfi til heimsóknarinnar. En sjálfur hef ég komið þangað í undirdjúpin tvisvar. Frá því skömmu fyrir síðari heimsstyrjöldina hafa staðið yfir fornleifarannsóknir á grunninum undir Péturskirkjunni sem er höfuðkirkja Vatikansins. Sú Péturskirkja sem nú stendur var vígð árið 1626. Hún er reist á grunni eldri kirkju frá tímum Konstantínusar keisara á 4. öld, en kirkja Konstantínusar var aftur byggð á fornum grafreit og helgistað. Kirkjunni var valinn staður þarna vegna þess að heimildir sögðu að þar væri að finna gröf Péturs postula, lærisveinsins sem Jesú fól að vera leiðtogi hinnar ungu kirkju.

Indland
Ef maður ætlaði að reyna að lýsa Indlandi fyrir þeim sem aldrei hafa komið þangað er ef til vill best að nota orð eins og andstæður. Indland er andstæður. Oft næstum óskiljanlegar andstæður. En um leið unaðslegar andstæður sem draga mann að sér. Fanga ferðamanninn. Umvefja hann. Og breyta honum. Enginn er samur sem farið hefur til Indlands. Svo er þessi algera ringulreið sem virðist ríkja í augum ókunnugs, en sem leiðir til niðurstöðu á undraskömmum tíma. Eitt besta dæmið um slíkt sem ég hef upplifað er í bókabúð í gönguhverfinu í Nýju Dehlí. Bókabúðin var í þröngri götu, svo þröngri að það var varla hægt að troða í gegnum hana á hjólaleigubíl.

Í loftbelg yfir Níl
Að ferðast til Egyptalands er að halda á vit menningar sem teygir sig meira en 5000 ár aftur í tímann og er jafn fjölbreytt eins og landslagið og náttúran og umhverfið sem hana mótaði og mótar enn. Um leið er egypska menningin jafn lifandi og spennandi og margbreytileg í dag eins og hún hefur verið um aldir. Hér er að finna Pýramídana, musteri Faraóanna, nýja Egypska safnið í Kaíró, dal konunganna í Luxor, ánna Níl, múslíma, koptísku kirkjuna, ægifagra eyðimörkina, rómverskar og grískar minjar, moskur og Súesskurðinn og markaðina þar sem öllu ægir saman.

Istanbúl – Hin mikla borg við sundið
Það eru fáar borgir eins og Ístanbúl. Hún er perlan sem tengir saman Svartahaf og Miðjarðarhaf, austur og vestur, Asíu og Evrópu, Íslam og Kristindóm, en einnig fortíð, nútíð og framtíð. Hún er eins og púlsmælir, mælir púlsinn í framvindu sögunnar. Um leið er hún eins og regnboginn, litadýrð þar sem öllu ægir saman.

Korsíka – Eyja Napóleons
Það er erfitt, ef ekki ómögulegt, að henda tölu á allar eyjar Miðjarðarhafsins. Þær eru líka hver og ein eins og einstakur heimur út af fyrir sig og mjög ólíkar eftir því hvort um eystri eða vestri hluta Miðjarðarhafs er að ræða. Ég hef siglt um mest allt Miðjarðarhafið og heimsótt stórar og smáar eyjar þess og er hver ein einstök perla.

Róm – Borgin eilífa
Allar leiðir liggja til Rómar, segir málshátturinn og það er ekki fjarri lagi. Undanfarin 2700 ár hefur Róm verið áhrifavaldur í sögunni og mótandi í stjórnmálum, trúmálum, listum og hverskonar menningu. Að ekki sé minnst á tískuna. Þess vegna er hún líka kölluð borgin eilífa.

Nepal og Bútan
Nepal er þak heimsins og teygir sig til himins á milli Kína og Indlands. Hér er að finna Everest og sjö aðra af hæstu fjallstindum jarðarinnar. Enda sækir landið heim fjallgöngufólk frá öllum heiminum. Himalajafjallgarðurinn teygir sig eftir endilöngum norðurhluta Nepal. Fegurð og margbreytileiki náttúrunnar er óvíða meiri en meðal snæviþakinna tindanna.

Normandí
Sr. Þórhallur Heimisson skrifar um væntanlega ferð til á slóðir Normandí innrásarinnar. Þann 6. júní á komandi vori eru liðin 80 ár frá því er Innrásin í Normandí hófst, sem