Kolumbus ævintýrarferðir bjóða nú í annað sinn uppá mjög vandaða golf- og skemmtiferð til Suður-Afríku í samstarfi við hjónin Kolbein Kristinsson og Ruth Gylfadóttur sem hafa búið í landinu í yfir 20 ár.
Næsta ferð okkar í lok febrúar seldist upp á 2 vikum þegar hún var auglýst s.l. vor og talsverður biðlisti myndaðist. Það er því kjörið tækifæri til að skrá sig sem fyrst í þessa ferð.
Kolumbus ævintýrarferðir bjóða nú í annað sinn uppá mjög vandaða golf- og skemmtiferð til Suður-Afríku í samstarfi við hjónin Kolbein Kristinsson og Ruth Gylfadóttur sem hafa búið í landinu í yfir 20 ár.
Næsta ferð okkar í lok febrúar seldist upp á 2 vikum þegar hún var auglýst s.l. vor og talsverður biðlisti myndaðist. Það er því kjörið tækifæri til að skrá sig sem fyrst í þessa ferð.

Golfvellirnir í Suður-Afríku eru í hæsta gæðaflokki. Þar hefur verið leikið golf síðan 1890 þegar fyrsti golfvöllurinn á suðurhveli jarðar, Royal Cape opnaði í Cape Town.
Suður-Afríka er mjög áhugaverður áfangastaður. Þar er verðlag hagstætt, saga lands og þjóðar áhugaverð, matur og þjónusta í háum gæðaflokki og svo er sumar þar þegar vetur ríkir á norðurhveli jarðar, með hitastig á bilinu 25-35°. Það er því tilvalið að bregða sér á þessar suðrænu slóðir til að ferðast um og njóta þess að leika á þeim frábæru golfvöllum sem þar eru í boði. Fara í safarí ferð, heimsækja vínbúgarða og fleira áhugavert. Höfðaborg, Cape Town sem er elsta borg landsins var valin „the Worlds Best City“ af Time Out í janúar á þessu ári. Þá var borgin einnig valin „the Worlds best Food city “ hjá Condé Nast Travellers Readers Choice Awards, árið 2024.

Flogið verður frá Keflavík 22. október á samfelldum flugmiða (farangur innritast í Keflavík alla leið) með Icelandair og KLM til Amsterdam og þaðan til Höfðaborgar (Cape Town) og sömu leið til baka. Dvalið verður í 15 daga í Suður Afríku, leiknir verða 9 golfhringir á 7 frábærum golfvöllum, farið í safaríferð auk skemmtiferða. Dvalið í 14 nætur á 3 glæsilegum 5 stjörnu hótelum þar sem frábær matur er í boði á einstaklega lágu verðlagi.
Ferðatilhögun
Brottfarardagur
Lagt af stað frá Keflavík með flugi Icelandair til Amsterdam kl. 11:00 og lent á Schiphol flugvelli kl. 16:15. Beðið í rúmar 2 klukkustundir eftir flugi KLM til Höfðaborgar (Cape Town) með brottför kl. 18:35. Flugtíminn er rúmar 11 klst. í næturflugi. Farangur innritast alla leið frá Keflavík til Cape Town.
Höfðaborg
Lent er í Höfðaborg kl. 05:50 að morgni, tímamismunur er + 2 klst m.v. Ísland. Eftir að farþegar hafa nálgast farangur sinn er haldið af stað með rútu áleiðis að fyrsta dvalarstað okkar, Arabella Hotel þar sem dvalið verður fyrstu nóttina í ferðinni. Komið verður þangað um 1 klst. síðar og farangri komið fyrir í geymslu þar til herbergi verða tilbúin síðdegis.
Fyrsti golfhringurinn er svo kl. 10:30 og því tilvalið að hefja leikinn strax við komuna meðan beðið er eftir herbergjunum. Eftir 18 holu hring er innritun á hótelið og farþegar njóta þess að hvíla sig eftir langt ferðalag.
Kvöldverður á Arabella um kvöldið að hætti hvers og eins.
Fancourt Golf Estate
Við tékkum út af Arabella Hotel fyrir hádegi og ökum í rúmar 3 klst. áleiðis að hinu glæsilega Fancourt Golf Estate þar sem innritun fer fram í dvöl til næstu 5 nátta.
Kvöldverður að eigin vali á La Cantina Restaurant á Fancourt. Fancourt Golf Estate hefur verið valið eitt af 10 bestu „Golf Estates“ í heiminum undanfarin 15 ár.
Golfhringur á Fancourt Montague Course
Leiknar 18 holur á Montague vellinum á Fancourt. Rástímar frá kl. 9:00 – 10:40. Eftir golfhring verður stuttur akstur inní miðbæ George á veitingastaðinn Hussar Grill Restaurant þar sem snæddur verður kvöldverður að eigin vali.
Golfhringur á Fancourt Outeniqua Course
Leiknar 18 holur á Onteniqua vellinum á Fancourt, með rástímum kl. 08:50 -10:40. Kvöldverður á Henry White Restaurant á Fancourt hótelinu.
Golfhringur á Pezula
Við ökum stutta og einstaklega fallega leið til Pezula Golf Estate þar sem leikinn verður 18 holu hringur með rástímum kl. 09:30 – 11:00. Eftir hringinn förum við í siglingu á Knysna Lagoon, fáum ostrur og hvítvín og fylgjumst með sólsetri, vonandi í fallegu veðri.
Kvöldverður verður á veitingastað við höfnina áður en ekið er til baka á hótelið.
Skoðunarferð um svæðið
Ekið í rútu um morguninn til Oudtshoorn þar sem við heimsækjum strútabúgarð og fáum að kynnast þeim dýrum. Þar er snæddur hádegisverður. Eftir það er heimsókn til Buffelsdrift Game Lodge þar sem við fáum að gefa fílum að borða og mynda okkur með þeim. Þá er tveggja tíma Safarí þar sem eru gíraffar, sebrahestar, nashyrningar og fleiri dýr. Kvöldverður á Game Lodge og síðan ekið til baka á hótelið.
Golfhringur á Pinnacle Point
Tékkað út af Fancourt Golf Resort snemma morguns og ekið stutta leið að Pinnacle Point þar sem leikinn verður 18 holu hringur á mjög sérstökum og fallegum velli sem er umlukinn miklu og stórfenglegu klettabelti. Umgjörð vallarins minnir einna helst á Pebble Beach í Californíu.
Eftir hringinn er ekið áleiðis að Pearl Valley og tekur aksturinn tæpar 4 klst. Komið á Pearl Valley undir kvöld þar sem innritun fer fram í gistingu næstu 8 nætur.
Kvöldverður á hótelinu að eigin vali.
Dagsferð á vínbúgarð
Þennan dag hvílum við golfið og förum snemma í 15 mín akstur til Franschhoek á La Motte Wine Estate. Morgunverður í bakaríi La Motte og gönguferð með leiðsögn frá La Motte (innifalið í verði ferðarinnar). Síðan verður snæddur hádegisverður sem innifelur vínpörun og tökum við smá tíma í þennan dagskrárlið áður en haldið verður til baka á hótelið á Pearl Valley.
Golfhringur á Erinvale Golf Course
Við ökum af stað snemma morguns í um 1 klst. að hinum glæsilega Erinvale Golf Course, sem hannaður er af Gary Palyer og umlukinn mjög stórkostlegum fjallahring.
Kvöldverður í klúbbhúsi Erinvale og ekið þaðan til baka að Pearl Valley.
Golfhringur á Pearl Valley
Við leikum 18 holur á þessum glæsilega velli, Pearl Valley, sem valinn hefur verið sá þriðji besti í Suður Afríku, með rástímum frá kl. 10:00 – 11:30. Frjáls tími eftir það. Skipuleggendur ferðarinnar, Kolbeinn og Ruth eru búsett á svæðinu og munu þau verða hópnum innan handar um veitingastaði og annað áhugvert á staðnum.
Golfhringur á Pearl Valley
Leikinn verður 18 holu hringur þennan dag á Pearl Valley golfvellinum með rástímum frá kl. 09:00 – 10:30.
Kvöldverður á veitingastaðnum Noop í Paarl.
Skoðunarferð um Góðrarvonarhöfða
Dagsferð með innlendum fararstjóra Table Mountain ef veður leyfir, mörgæsirnar í Simonstown, skoðaðar sem og hinn heimsfrægi Góðravonarhöfði (Cape of good hope). Chapmanns Peak vegurinn keyrður til Waterfront í Cape Town þar sem úrval veitingastaða og verslana er við höfnina. Keyrt til baka til Pearl Valley um kvöldið.
Síðasti golfhringurinn
Síðasti golfhringur ferðarinnar á Pearl Valley hefst með rástímum kl. 10:00 – 11:30. Kvöldverður á hótelinu þar sem ferðaskipuleggjendur standa fyrir kvöldskemmtun með lifandi tónlist og dansi fram eftir kvöldi.
Frjáls dagur á Pearl Valley
Hægt er að slappa af við sundlaugina og stunda sólböð, bóka auka goflhring (sem er ekki innifalinn í verði ferðarinnar), fara í hádegisverð á einhverjum af þeim frábæru veitingastöðum sem eru í nágrenni Pearl Valley eða fara í skoðunarferð um nágrenni Pearl Valley. Fararstjóri Kolumbus mun sjá um að bóka þann kost sem þið veljið.
Kvöldverður á hótelinu.
Heimferðardagur
Tékkað er út af hótelinu í Pearl Valley um hádegisbil og haldið af stað með rútu til Constantia Glen Wine Estate um miðjan dag þar sem við snæðum gómsætan snemmbúinn kvöldverð og þiggjum um leið vínkynningu á þessum rómaða vínbúgarði.
Haldið á flugvöllinn um kl. 21 og innritum okkur í flug KLM til Amsterdam kl. 00.30 eftir miðnætti.
Heimkoma
Lent á Schiphol flugvelli kl. 11:15 og síðan áfram með flugi Icelandair kl. 12:55 og lent í Keflavík kl. 15:25. Farangurinn innritast alla leið frá Höfðaborg til Keflavíkur og því þarf aðeins að ganga milli hliða á Schiphol.
Fararstjórn, verð, greiðslur, innifalið og bóka ferð
Ingi Þór Hermannsson er fararstjóri í þessari ferð en hann þekkir svæðið vel og hefur farið í nokkrar ferðir þangað á undanförnum árum. Ingi mun sjá um að raða á rástíma og fylgjast með gangi mála meðan leikið er á golfvöllunum.
Honum til aðstoðar eru hjónin Kolbeinn Kristinsson og Ruth Gylfadóttir sem eru ábyrg fyrir skipulagi ferðarinnar. Þau búa að mikilli reynslu í Suður-Afríku, hafa enda verið búsett þar um árabil og tekið á móti fjölda íslenskra gesta.
Verð: 1.135.000 kr. á mann miðað við gistingu í tveggja manna herbergi.
Aukagjald fyrir gistingu í einstaklingsherbergi er 190.000 kr.
Greiða þarf 300.000.- kr. staðfestingargjald pr. farþega við bókun sem innheimt verður í heimabanka.
Eftirstöðvar verða innheimtar 90 dögum fyrir brottför eða um 22. júli. Eftir það er staðfestingargjald ekki endurgreiðanlegt.
Að öðru leiti og um endurgreiðslur gilda ferðaskilmálar Niko ehf. sem nálgast má á heimasíðu skrifstofunnar.
• Flug Icelandair til og frá Schiphol og KLM til og frá Cape Town – 23kg taska, golfsett, allir skattar og gjöld
• 9 golfhringir skv. ferðalýsingu á 7 golfvöllum ásamt golfbíl fyrir hverja tvo farþega
• 1 gistinótt með morgunverði á Arabella Hotel 5*
• 5 gistinætur með morgunverði á Fancourt Hotel 5*
• 8 gistinætur á Pearl Valley Mantis Hotel 5*, morguverður ekki innifalinn
• Allur rútuakstur í fyrsta flokks loftkældum rútum
• Skoðunarferðir skv. ferðalýsingu, þ.m.t. fíla- og mörgæsaskoðanir ásamt ferð til Góðrarvonarhöfða
• Inneign á La Motte búgarðinum að andvirði Rd 500
• Íslensk fararstjórn Inga Þórs Hermannssonar.
Hótelin sem við gistum á
Arabella Hotel ★★★★★ (Cape Overberg)
Fancourt ★★★★★ (George)
Pearl Valley Mantis Hotel ★★★★★ (Cape Winelands)
Brottför
Umsagnir viðskiptavina okkar













































































































































