Láttu ævintýradrauma þína rætast með ferð til Ástralíu og Nýja-Sjálands – tveggja staða sem hver ferðalangur verður að upplifa að minnsta kosti einu sinni á ævinni. Hér mætist stórbrotin náttúra, einstakt dýralíf og menning sem gleymist aldrei.
Láttu ævintýradrauma þína rætast með ferð til Ástralíu og Nýja-Sjálands – tveggja staða sem hver ferðalangur verður að upplifa að minnsta kosti einu sinni á ævinni. Hér mætist stórbrotin náttúra, einstakt dýralíf og menning sem gleymist aldrei.
Í Ástralíu, þar sem glitrandi strendur liggja að endalausum eyðimörkum og regnskógum, bíða þín óviðjafnanlegar upplifanir – frá hvítum sandi Whitsunday-eyja til heimsborgarinnar Sydney með sínu táknræna óperuhúsi. Kynntu þér heillandi menningu frumbyggja og fylgstu með kengúrum hoppa um.
Á Nýja-Sjálandi finnur þú stórkostlegt landslag, frá glitrandi jöklum og grænbláum vötnum til gróskumikilla skóga og fjallshlíða.
Ástralía og Nýja-Sjáland eru fyrir þá sem vilja ekki aðeins ferðast – heldur upplifa. Þetta eru áfangastaðir fyrir þá sem þrá að vakna við nýjar áskoranir, fá andann sleginn og fara heim með sögur sem fylla hjartað.
Ferðatilhögun
BROTTFÖR FRÁ ÍSLANDI
Brottför með flugi Icelandair til Osló kl. 07:50 þar sem lent verður kl. 12:35. Áfram verður flogið með Thai Airways kl. 14:15 og lent í Bankok í Thailandi 06:15 að morgni 4. október. Áætlaður flugtími þangað eru 9 klst. Þaðan verður svo haldið kl. 08:30 áleiðis til Sydney í Ástralíu þar sem lent verður að kvöldi 4. október. Áætlaður flugtími eru 10 klst. Tímamismunur á Íslandi og Ástralíu eru 10 klst.
KOMA TIL SYDNEY
Lent verður á alþjóðafluvellinum í Sydney með flugi TG475 kl. 20:30. Frá flugvellinum er farið á Hotel Intercontinental 5*, 117 Macquarie Street, Sydney þar sem dvalið verður í sex nætur.
SYDNEY
Ástralskir frumbyggjar bjóða hópinn velkominn um morguninn.
Farið verður í gönguferð um miðbæ Sydney með leiðsögn frá kl. 14:00–15:30.
Hótelið býður gesti velkomna með drykk og síðan er kvöldverður á veitingastað þar sem innifalið er eitt glas af víni, bjór eða óáfengum drykk á mann.
Máltíðir innifaldar: Morgun- og kvöldverður.
SYDNEY
Að loknum morgunverði verður boðið upp á leiðsögn um Óperuhúsið í Sydney í u.þ.b eina klukkustund. Í framhaldinu verður kynning á opal steinum.
Rútuferð um Sydney frá klukkan 13:00 – 16:00, þar sem ekið er í gegnum austurhluta úthverfanna Darlinghurst, Rose Bay, Watsons Bay með viðkomu á Bondi Beach ströndinni þar sem hægt verður að fá sér hressingu og virða fyrir sér fjölskrúðugt mannlíf. Frjáls tími það sem eftir lifir dags.
Máltíðir innifaldar: Morgunverður.
SYDNEY
Fram að hádegi er frjáls tími svo hægt er að rölta um í nágrenni hótelsins.
Lagt verður af stað í rútuferð kl. 12:30 og ekið yfir Sydney Harbour brú til Manly. Farið verður í göngutúr um Corso að Manly. Síðan er farið í heimsókn í Taronga-dýragarðinn til að fræðast um einstaka ástralska fugla og dýr. Áætlað er að ferðinni ljúki um kl. 16:30.
Máltíðir innifaldar: Morgunverður.
SYDNEY
Frjáls dagur til að skoða sig um í stórborginni.
Máltíðir innifaldar: Morgunverður.
SYDNEY
Klukkan 10:30 hefst gönguferð með leiðsögn um Royal Botanic Garden til að læra um einstakan ástralskan gróður, gönguferðinni líkur um kl. 12:00. Eftirmiðdagurinn er frjáls en kl. 18:00 er farið í siglingu um höfnina. Á meðan á siglingunni stendur er borinn fram kvöldverður ásamt drykkjum.
Máltíðir innifaldar: Morgun- og kvöldverður.
SYDNEY TIL AUCKLAND
Brottför frá hótelinu kl. 09:00 til alþjóðaflugvallarins í Sydney. Flug NZ104 frá Sydney kl. 11:50 til Auckland, komutími um kl. 16:50. Tímamismunur á Sydney og Auckland eru 3 klst. og alls 13 klst. milli Íslands og Nýja Sjálands.
Rúta bíður hópsins og ekur til borgarinnar á MSocial Hotel 4*, afar glæsilegt hótel við höfnina í Auckland þar sem gist er í fimm nætur. Hópurinn boðinn velkominn til Auckland í kvöldverði á veitingastað þar sem boðið er upp á eitt glas af víni, bjór eða óáfengum drykk með matnum.
Máltíðir innifaldar: Morgun- og kvöldverður.
AUCKLAND
Lagt af stað í skoðunarferð kl. 08:30 með rútu um Auckland, þar á meðal Auckland Harbour Bridge, Ponsonby, 90 mínútna leiðsögn um Auckland safnið, maórísk menningarsýning og frjáls tími í safninu. Eftirmiðdagurinn og kvöldið er frjálst.
Máltíðir innifaldar: Morgunverður.
AUCKLAND
Farið frá hótelinu kl. 08:30. Sigling, sem tekur um 45 mínútur, með ferju frá Auckland til Waiheke Island. Leiðsögn um Waiheke Island með vín-, bjór-, viskí- og ólífuolíusmökkun. Að loknum hádegisverði er frjáls tími á hvítri sandströnd og einnig gefst tími til að skoða sig um í bænum Oneroa. Sigling með ferju til baka til Auckland og kvöldið frjálst eftir komuna á hótelið, rúmlega 17:00.
Máltíðir innifaldar: Morgun- og hádegisverður
AUCKLAND
Hópnum er skipt í tvo hópa. Annar helmingur hópsins – hópur A fer í skoðunarferð frá kl. 10:00 til ca. 15:00. Skoðunarferðin felur í sér heimsókn í regnskóga, á svartar sandstrendur, skógargöngu, fjölbreytt fuglalíf og frábær tækifæri til ljósmyndunar ásamt nestisstoppi í hádeginu. Að skoðunarferðinni lokinni er kvöldið frjálst.
Hinn helmingur hópsins – hópur B á frjálsan dag. Í boði eru aukatúrar sem fólk greiðir sjálft fyrir. Leiðsögumaður aðstoðar við bókanir. Tillögur eru m.a; dagsferð til Bay of Islands, ferð til Hobbiton, Waitomo hellaferð eða Rotorua dagsferð svo eitthvað sé nefnt.
Máltíðir innifaldar:
– Hópur A: Morgun- og nestishádegisverður.
– Hópur B: Morgunverður.
AUCKLAND
Hópnum er aftur skipt í tvo hópa og nú snýst skipulagið við hjá hópunum. Hópur B fer í skoðunarferð frá kl. 10:00 til ca. 15:00. Skoðunarferðin felur í sér heimsókn í regnskóga, á svartar sandstrendur, skógargöngu, fjölbreytt fuglalíf og frábær tækifæri til ljósmyndunar ásamt nestisstoppi í hádeginu. Að skoðunarferðinni lokinni er kvöldið frjálst.
Hinn helmingur hópsins – hópur A á frjálsan dag. Í boði eru aukatúrar sem fólk greiðir sjálft fyrir. Leiðsögumaður aðstoðar við bókanir. Tillögur eru m.a; dagsferð til Bay of Islands, ferð til Hobbiton, Waitomo hellaferð eða Rotorua dagsferð svo eitthvað sé nefnt.
Máltíðir innifaldar:
– Hópur B: Morgun- og nestishádegisverður.
– Hópur A: Morgunverður.
AUCKLAND TIL MELBOURNE
Brottför frá hótelinu með rútu til alþjóðaflugvallarins í Auckland kl. 08:45. Flug NZ127 fer frá Auckland til Melbourne kl. 11:45 og lent í Melbourne um kl. 13:45. Farþegum verður ekið með rútu að Hotel Rydges 4* þar sem gist verður í 5 nætur. Hópurinn boðinn velkominn til Melbourne í kvöldverði á veitingastað þar sem boðið er upp á eitt glas af víni, bjór eða óáfengum drykk með matnum.
Máltíðir innifaldar: Morgun- og kvöldverður.
MELBOURNE
Lagt verður af stað í gönguferð með leiðsögn um miðbæ Melbourne kl. 10:30. Gönguferðin stendur fram undir kl. 13:00 en að henni lokinni er frjáls tími og gefst fólki kostur á að halda áfram að skoða sig um í borginni. Melbourne er þekkt fyrir fjölbreytt og litríkt borgarskipulag sem býður upp á skemmtilega upplifun í gönguferðum.
Máltíðir innifaldar: Morgunverður.
MELBOURNE
Lagt er af stað frá hótelinu kl. 07:00 í heilsdagsferð sem kallast “Great Ocean Road-tour”. Í ferðinni ber fyrir augu stórbrotið landslag og einstök náttúruupplifun. Vegurinn liggur meðfram sjónum þar sem sjá má bratta kletta og hvítar sandstrendur. Úr hafi rísa kalksteinsstólpar sem eru sérstaklega glæsilegir við sólsetur. Áður en haldið er heim á hótel er snæddur kvöldverður.
Máltíðir innifaldar: Morgun- og kvöldverður.
MELBOURNE
Frjáls dagur í Melbourne. Margt er hægt að gera en sem dæmi má nefna; heimsókn í National Gallery of Victoria (Listasafn Viktoríuríkis); Queen Victoria markaður sem aðeins er opinn á laugardögum og Phillip Island mörgæsarferð sem er mjög vinsæl náttúruupplifun í Ástralíu. Þar gefst fólki tækifæri til að fylgjast með litlum mörgæsum ganga upp á ströndina úr sjónum.
Máltíðir innifaldar: Morgunverður.
MELBOURNE
Morguninn er frjáls fram til kl. 11:30 en þá er haldið til Yarra Valley, eitt af þekktust vínrætarhéruðum Ástralíu. Hópnum verður boðið að gæða sér á freyðivíni, ostum og súkkulaði. Í ferðinni eru miklar líkur á að sjá kengúrur en mikið er af þeim á þessu svæði. Kveðjukvöldverður á veitingastað í miðbæ Melbourne, þar sem innifalið er eitt glas af víni, bjór eða óáfengum drykk á mann.
Máltíðir innifaldar: Morgun- og kvöldverður.
BROTTFÖR FRÁ MELBOURNE
Brottför frá hótelinu kl. 11:30. Haldið er til alþjóðaflugvallarins í Melbourne þaðan sem brottför flugs Thai Airways til Bankok er kl. 14:30. Lent verður í Bankok um kl. 20:00 að staðartíma. Áfram verður svo haldið kl. 00:55 eftir miðnætti og lent í Osló kl. 07:25 að morgni 21. október.
Máltíðir innifaldar: Morgunverður.
OSLÓ TIL ÍSLANDS
Brottför flugs Icelandair frá Osló Gardermoen kl. 13:50 og lent í Keflavík kl. 14:45.
Þar með lýkur þessari stórkostlegu ferð.
Fararstjóri, verð, greiðslur og innifalið
Draupnir Rúnar Draupnisson
Norðfirðingurinn sem hefur ferðast til 134 landa í heiminum. Hann er nýkominn til starfa hjá Kolumbus – Ævintýraferðum en hann býr að langri reynslu sem fararstjóri með fjölda hópa víðs vegar um heim.
Verð: 1.495.000 kr. á mann miðað við gistingu í tveggja manna herbergi.
Aukagjald fyrir gistingu í einstaklingsherbergi er 329.000 kr.
Greiða þarf 200.000 kr. staðfestingargjald pr. farþega við bókun sem innheimt verður í heimabanka. Áfangagreiðsla er innheimt þann 1. júní 2025 kr. 500.000 á mann og lokagreiðsla u.þ.b.90 dögum fyrir brottför.
Að öðru leiti og um endurgreiðslur gilda ferðaskilmálar Niko Travel Group sem nálgast má á heimasíðu kolumbus.is.
• Flug með Icelandair, Thai Airways og Air New Zealand fram og til baka, 23 kg. taska og allir skattar og gjöld.
• Gisting í 16 nætur á tilgreindum hótelum í Sydney, Auckland og Melbourne.
• Morgun-, hádegis- og kvöldverðir eins og tilgreint er í ferðalýsingu.
• Skoðunarferðir skv. ferðalýsingu ásamt enskumælandi leiðsögumanni.
• Allur rútuakstur skv. lýsingu.
• Íslensk fararstjórn Draupnis R. Draupnissonar.
Bóka
Örfá sæti laus!
Eingöngu er boðið upp á gistingu í tvíbýli þar sem káeturnar eru allar tveggja manna.
Þegar þú hefur staðfest bókun verður
stofnaður greiðsluseðill í heimabanka fyrir staðfestingargreiðslu.
Uppselt – Biðlisti!
Hægt er að skrá sig á biðlista fyrir með því að hafa samband við okkur á niko@niko.is.
Nánari upplýsingar
Allar nánari upplýsingar eru veittar í síma
499-2960 eða á netfanginu niko@niko.is.