Kólumbus – Ævintýraferðir bjóða uppá ógleymanlega ferð á Ólafsvökuna í Færeyjum þar sem gleðin ræður ríkjum og Færeyingar skemmta sjálfum sér og gestum sínum. Fararstjóri í ferðinni er Gísli Jafetsson sem er okkar reyndasti fararstjóri í Færeyjum. Hann gerþekkir eyjarnar og margan manninn sem á eftir að koma sér vel fyrir farþega.

Kólumbus – Ævintýraferðir bjóða uppá ógleymanlega ferð á Ólafsvökuna í Færeyjum þar sem gleðin ræður ríkjum og Færeyingar skemmta sjálfum sér og gestum sínum. Fararstjóri í ferðinni er Gísli Jafetsson sem er okkar reyndasti fararstjóri í Færeyjum. Hann gerþekkir eyjarnar og margan manninn sem á eftir að koma sér vel fyrir farþega.

Ólafsvakan eða Olaj eins og hún er kölluð er aldagömul hefð þar í landi en þá halda Færeyinga tveggja daga þjóðhátíð árlega dagana 28. og 29. júlí. Við tökum þátt í gleðinni og förum auk þess í hefðbundnar skoðunarferðir um eyjarnar. Dvalið verður á hinu nýja og glæsilega Hotel Brandan 4* og morgunverður innifalin ásamt tveimur kvöldverðum þ.m.t. Ólafsvökuhlaðborð í miðbænum.  Dagskráin er glæsileg og gaman verður fyrir þátttakendur að samgleðjast frændum okkar á þessari miklu hátíð. 

Flogið er frá Keflavík með Atlantic Airways fyrir hádegi þann 25. júlí, gist í 5 nætur og komið til baka 30. júlí.

Ferðatilhögun

BROTTFÖR FRÁ ÍSLANDI

Flogið með Atlantic Airways frá Keflavík kl. 09:00 og lent á flugvellinum í Vogey í Færeyjum kl. 11:25 að staðartíma. Flogið er með þægilegum þotum af gerðinni Airbus A321 sem skila farþegum upp að nýlegri og glæsilegri flugstöð í Vaagar. Farið er í stutta skoðunarferð til Gásadals þar sem fámennasta byggðin í Færeyjum er, með aðeins 15 íbúa. Á leiðinni til baka er ekið í gegnum Sørvág og Sandvág og áætluð koma til Þórshafnar er um kl. 17:00. Innritun á Hotel Brandan skömmu síðar þar sem gist verður í 5 nætur. Hótelið er nýtt 4* hótel í Þórshöfn. Tímamismunur á Íslandi og Færeyjum á sumrin er +1 klst.

Kirkjubær – Norðurlandahúsið

Lagt af stað frá hótelinu kl. 11:00 og ekið til Kirkjubæjar sem er helgasti sögustaður Færeyinga líkt og Þingvellir okkar Íslendinga. Þar skoðum við rústir kirkjunnar sem eru frá miðöldum og önnur hús á staðnum. Einnig verður boðið upp á hádegisverð í Kirkjubæ hjá þeim Jóannesi Paturssyni og Guðríði konu hans. Húsið þeirra er elsta timburhús í Evrópu sem enn er búið í og á sér sögu frá 18. öld. Síðan ökum við til baka og komum við í Norðurlandahúsinu þar sem hægt verður að kynna sér starfsemi hússins og skoða sig um í stutta stund. Að því loknu verður ekið um Þórshöfn og numið staðar á útsýnisstöðum en ferðinni lýkur um kl. 15:30.

Klaksvík – Fuglafjörður – Austurey

Lagt af stað frá hóteli kl. 10:00 og ekið áleiðis til Klaksvíkur sem er næst fjölmennasti bær í Færeyjum. Hádegissnarl á eigin vegum á Restaurant Amaranten (Smørrebrød – kaffi og kökur á boðstólum) eftir heimsókn í Christians kirkjuna í Klaksvík. Eftir það er ekið til baka um Austurey og á leiðinni er komið við í Fuglafirði. Á leið til Klaksvíkur verður ekið í gegnum nýju göngin til Rúnavíkur sem voru opnuð í desember 2020 og síðan er ekið í gegnum Götu þar sem Þrándur verður barinn augum. Í bakaleiðinni ökum við gömlu leiðina og ökuferð dagsins verður þannig einskonar hringferð um þessar fallegu eyjar. Áætluð koma til baka á hótel kl. 16:00.

Ólafsvakan

Ólafsvakan sett kl. 14:00 í miðbæ Þórshafnar. Frjáls dagskrá yfir daginn. „Ólafsvökuhlaðborð“ á Hótel Brandan kl. 20:00 og síðan heldur fjörið áfram í bænum langt fram á nótt fyrir þá sem vilja taka þátt í gleðinni.

Ólafsvakan

Ólafsvakan nær hámarki með dagskrá frá hádegi fram á nótt. „Ólafsvökuhlaðborð“ á góðum stað í miðbænum kl. 20:00 (rúta ekur mannskapnum þangað).

Heimferð

Lagt af stað frá hóteli á flugvöllinn kl. 05:30. Innritun í flug Atlantic Airways með brottför kl. 07:30 og lent í Keflavík kl. 08:00.

Fararstjóri, verð, greiðslur og innifalið

Gísli Jafetsson

Gísli er einn reyndasti fararstjórinn okkar. Hann hefur komið víða við á undanförnum árum og er m.a. mjög reyndur í Færeyjum. Gísli er þekktur fyrir hvað hann heldur vel utan um hópinn á hverjum tíma. Gísli hefur mikil tengsl við samfélag eldri borgara en hann var um árabil framkvæmdastjóri FEB.

Verð: 289.000 kr. á mann miðað við gistingu í tveggja manna herbergi.

Aukagjald fyrir eins manns herbergi er 79.000 kr.

Greiða þarf 50.000 kr. staðfestingargjald pr. farþega við bókun sem innheimt verður í heimabanka.

Eftirstöðvar verða innheimtar allt að 70 dögum fyrir brottför.

• Flug með Atlantic Airways frá Keflavík 25. júlí og til baka 30. júlí – allir skattar og gjöld.
• 23 kg taska og 10 kg handfarangur.
• 5 nætur á Hótel Brandan með morgunverði.
• 2 kvöldmáltíðir, þ.m.t. Ólafsvökuhlaðborð í miðbænum.
• Skoðunarferð til Klaksvíkur, Gásadals, Fuglafjarðar og Götu.
• Sérstök heimsókn í Kirkjubæ ásamt hádegisverði og drykk.
• Allur rútuakstur.
• Íslensk fararstjórn allan tímann.

Bóka

.
Skilaboð með pöntun geta t.d. verið óskir um séraðgengi, tegund herbergis (t.d. aðskilin rúm), spurningar til okkar varðandi ferðina. Hér er einnig góð hugmynd að taka það fram ef ferðast er með öðrum sem hafa bókað ef áhugi er fyrir því að vera með herbergi nálægt viðkomandi.

Þegar þú hefur staðfest bókun verður
stofnaður greiðsluseðill í heimabanka fyrir staðfestingargreiðslu.

Örfá sæti laus!

Eingöngu er boðið upp á gistingu í tvíbýli þar sem káeturnar eru allar tveggja manna. 

Uppselt – Biðlisti!

Hægt er að skrá sig á biðlista fyrir með því að hafa samband við okkur á niko@niko.is.

Nánari upplýsingar

Allar nánari upplýsingar eru veittar í síma
499-2960 eða á netfanginu niko@niko.is

Vídeó frá Hótel Brandan
Akstursleiðin í Færeyjum

Brottför

Dagar
Klst.
Mín.

Umsagnir viðskiptavina okkar

Niko Travel Group er alhliða ferðaskrifstofa sem býður viðskiptavinum sínum fjölbreyttar ferðalausnir víða um heim. Niko Travel Group rekur vörumerkin Kolumbus – Ævintýraferðir, Kolumbus – Siglingar og Ferðaskrifstofu eldri borgara. Við leggjum áherslu á spennandi áfangastaði sem eftirsóknarvert er að heimsækja og auk þess vel skipulagðar ferðir fyrir eldri borgara. Við þjónustum einnig sérhópa sem til okkar leita. 

Niko Travel Group er alhliða ferðaskrifstofa sem býður viðskiptavinum sínum fjölbreyttar ferðalausnir víða um heim.

Niko Travel Group rekur vörumerkin Kolumbus – Ævintýraferðir og Ferðaskrifstofu eldri borgara auk bókunarþjónustu fyrir Hótel Skt. Petri í Kaupmannahöfn.

Við leggjum áherslu á spennandi áfangastaði sem eftirsóknarvert er að heimsækja og auk þess vel skipulagðar ferðir fyrir eldri borgara. Við þjónustum einnig sérhópa sem til okkar leita.