Kólumbus – Ævintýraferðir bjóða uppá ógleymanlega ferð á Ólafsvökuna í Færeyjum þar sem gleðin ræður ríkjum og Færeyingar skemmta sjálfum sér og gestum sínum. Fararstjóri í ferðinni er Gísli Jafetsson sem er okkar reyndasti fararstjóri í Færeyjum. Hann gerþekkir eyjarnar og margan manninn sem á eftir að koma sér vel fyrir farþega.
Kólumbus – Ævintýraferðir bjóða uppá ógleymanlega ferð á Ólafsvökuna í Færeyjum þar sem gleðin ræður ríkjum og Færeyingar skemmta sjálfum sér og gestum sínum. Fararstjóri í ferðinni er Gísli Jafetsson sem er okkar reyndasti fararstjóri í Færeyjum. Hann gerþekkir eyjarnar og margan manninn sem á eftir að koma sér vel fyrir farþega.
Ólafsvakan eða Olaj eins og hún er kölluð er aldagömul hefð þar í landi en þá halda Færeyinga tveggja daga þjóðhátíð árlega dagana 28. og 29. júlí. Við tökum þátt í gleðinni og förum auk þess í hefðbundnar skoðunarferðir um eyjarnar. Dvalið verður á hinu nýja og glæsilega Hotel Brandan 4* og morgunverður innifalin ásamt tveimur kvöldverðum þ.m.t. Ólafsvökuhlaðborð í miðbænum. Dagskráin er glæsileg og gaman verður fyrir þátttakendur að samgleðjast frændum okkar á þessari miklu hátíð.
Flogið er frá Keflavík með Atlantic Airways fyrir hádegi þann 25. júlí, gist í 5 nætur og komið til baka 30. júlí.
Ferðatilhögun
BROTTFÖR FRÁ ÍSLANDI
Flogið með Atlantic Airways frá Keflavík kl. 09:00 og lent á flugvellinum í Vogey í Færeyjum kl. 11:25 að staðartíma. Flogið er með þægilegum þotum af gerðinni Airbus A321 sem skila farþegum upp að nýlegri og glæsilegri flugstöð í Vaagar. Farið er í stutta skoðunarferð til Gásadals þar sem fámennasta byggðin í Færeyjum er, með aðeins 15 íbúa. Á leiðinni til baka er ekið í gegnum Sørvág og Sandvág og áætluð koma til Þórshafnar er um kl. 17:00. Innritun á Hotel Brandan skömmu síðar þar sem gist verður í 5 nætur. Hótelið er nýtt 4* hótel í Þórshöfn. Tímamismunur á Íslandi og Færeyjum á sumrin er +1 klst.
Kirkjubær – Norðurlandahúsið
Lagt af stað frá hótelinu kl. 11:00 og ekið til Kirkjubæjar sem er helgasti sögustaður Færeyinga líkt og Þingvellir okkar Íslendinga. Þar skoðum við rústir kirkjunnar sem eru frá miðöldum og önnur hús á staðnum. Einnig verður boðið upp á hádegisverð í Kirkjubæ hjá þeim Jóannesi Paturssyni og Guðríði konu hans. Húsið þeirra er elsta timburhús í Evrópu sem enn er búið í og á sér sögu frá 18. öld. Síðan ökum við til baka og komum við í Norðurlandahúsinu þar sem hægt verður að kynna sér starfsemi hússins og skoða sig um í stutta stund. Að því loknu verður ekið um Þórshöfn og numið staðar á útsýnisstöðum en ferðinni lýkur um kl. 15:30.
Klaksvík – Fuglafjörður – Austurey
Lagt af stað frá hóteli kl. 10:00 og ekið áleiðis til Klaksvíkur sem er næst fjölmennasti bær í Færeyjum. Hádegissnarl á eigin vegum á Restaurant Amaranten (Smørrebrød – kaffi og kökur á boðstólum) eftir heimsókn í Christians kirkjuna í Klaksvík. Eftir það er ekið til baka um Austurey og á leiðinni er komið við í Fuglafirði. Á leið til Klaksvíkur verður ekið í gegnum nýju göngin til Rúnavíkur sem voru opnuð í desember 2020 og síðan er ekið í gegnum Götu þar sem Þrándur verður barinn augum. Í bakaleiðinni ökum við gömlu leiðina og ökuferð dagsins verður þannig einskonar hringferð um þessar fallegu eyjar. Áætluð koma til baka á hótel kl. 16:00.
Ólafsvakan
Ólafsvakan sett kl. 14:00 í miðbæ Þórshafnar. Frjáls dagskrá yfir daginn. „Ólafsvökuhlaðborð“ á Hótel Brandan kl. 20:00 og síðan heldur fjörið áfram í bænum langt fram á nótt fyrir þá sem vilja taka þátt í gleðinni.
Ólafsvakan
Ólafsvakan nær hámarki með dagskrá frá hádegi fram á nótt. „Ólafsvökuhlaðborð“ á góðum stað í miðbænum kl. 20:00 (rúta ekur mannskapnum þangað).
Heimferð
Lagt af stað frá hóteli á flugvöllinn kl. 05:30. Innritun í flug Atlantic Airways með brottför kl. 07:30 og lent í Keflavík kl. 08:00.
Fararstjóri, verð, greiðslur og innifalið
Gísli Jafetsson
Gísli er einn reyndasti fararstjórinn okkar. Hann hefur komið víða við á undanförnum árum og er m.a. mjög reyndur í Færeyjum. Gísli er þekktur fyrir hvað hann heldur vel utan um hópinn á hverjum tíma. Gísli hefur mikil tengsl við samfélag eldri borgara en hann var um árabil framkvæmdastjóri FEB.
Verð: 289.000 kr. á mann miðað við gistingu í tveggja manna herbergi.
Aukagjald fyrir eins manns herbergi er 79.000 kr.
Greiða þarf 50.000 kr. staðfestingargjald pr. farþega við bókun sem innheimt verður í heimabanka.
Eftirstöðvar verða innheimtar allt að 70 dögum fyrir brottför.
• Flug með Atlantic Airways frá Keflavík 25. júlí og til baka 30. júlí – allir skattar og gjöld.
• 23 kg taska og 10 kg handfarangur.
• 5 nætur á Hótel Brandan með morgunverði.
• 2 kvöldmáltíðir, þ.m.t. Ólafsvökuhlaðborð í miðbænum.
• Skoðunarferð til Klaksvíkur, Gásadals, Fuglafjarðar og Götu.
• Sérstök heimsókn í Kirkjubæ ásamt hádegisverði og drykk.
• Allur rútuakstur.
• Íslensk fararstjórn allan tímann.
Bóka
Þegar þú hefur staðfest bókun verður
stofnaður greiðsluseðill í heimabanka fyrir staðfestingargreiðslu.
Örfá sæti laus!
Eingöngu er boðið upp á gistingu í tvíbýli þar sem káeturnar eru allar tveggja manna.
Uppselt – Biðlisti!
Hægt er að skrá sig á biðlista fyrir með því að hafa samband við okkur á niko@niko.is.
Nánari upplýsingar
Allar nánari upplýsingar eru veittar í síma
499-2960 eða á netfanginu niko@niko.is.