Róm er án efa ein fegursta borg í Evrópu sem hefur að geyma áhrifamikla sögu Rómverja í árþúsund.

Róm er án efa ein fegursta borg í Evrópu og hefur að geyma áhrifamikla sögu sem spannar árþúsund. Borgin hrífur ferðamenn og margir koma þangað aftur og aftur því að aldrei verður hægt að skoða nóg í þessari stórfenglegu borg. Niko Travel býður upp á „Söguferð með sr. Þórhalli Heimissyni“ sem er öllum hnútum kunnugur í borginni og hefur starfað þar sem leiðsögumaður allt frá árinu 2005. Í ferðinni fá farþegar að fræðast með sr. Þórhalli um sögu borgarinnar frá því að hún var höfuðborg rómverska heimsveldisins og allt til okkar daga. Auk þess fá ferðalangar sérstaka fræðslu um merkustu byggingar borgarinnar, sjálfa Péturskirkjuna og Vatíkanið auk Colosseum sem á sér ekkert líkt í þessum heimi. 

Gist er á Hotel Morgana 4* í miðborginni, nálægt Colosseum þar sem er mikið mannlíf og fjöldi veitingastaða. Auðvelt er að ferðast með lestarkerfi borgarinnar (Metro) til hinna ýmsu staða en lestarstöðin er aðeins steinsnar frá hótelinu.

Ferðatilhögun

Brottför frá Íslandi

Flogið í beinu flugi með Icelandair kl. 07:50 og lent á FCO flugvellinum í Róm um kl. 14:25. Tímamismunur er 1 klst. Rúta bíður hópsins kl. 15:30 og sr. Þórhallur tekur á móti ferðalöngum ásamt Hildi Jónsdóttur svæðisstjóra Kólumbus á Ítalíu. Ekið verður á Hotel Morgana 4* þar sem dvalið verður í 4 nætur. Komið er síðdegis til innritunar a hótelið. Boðið verður uppá valkvæðan kvöldverð í göngufæri við hótelið með fararstjóra fyrir hópinn sem hægt er að skrá sig í við komu. 

Vatíkanið – Fyrri dagur

Fyrstu tvær skoðunarferðir af fjórum í Vatíkanið. Sérstakar hámarksreglur gilda um stærð hópa og verður hópnum því skipt í fernt og tekur skoðunaferðin 4-4,5 klst með akstri.

Hópur 1: Morgunferð í Vatíkanið.
Hópur 2: Eftirmiðdagsferð í Vatíkanið.

Ferðin hefst í Vatíkansafninu þar sem við skoðum stórkostleg listaverk, forn og ný. Skoðunarferðinni í Vatíkansafninu lýkur í Sixtínsku kapellunni sem er skreytt hinum frægu málverkum Michelangelos.

Hópar 3 og 4 eiga frí þennan dag og geta skoðað sig um í borginni en sr. Þórhallur getur gefið góðar ábendingar um gönguleiðir, verslunargötur, veitingahús og áhugaverða staði að heimsækja.

Vatíkanið – Síðari dagur

Síðari tvær skoðunarferðir af fjórum í Vatíkanið. Sérstakar hámarksreglur gilda um stærð hópa og verður hópnum því skipt í fernt og tekur skoðunaferðin 4-4,5 klst með akstri.

Hópur 3: Morgunferð í Vatíkanið.
Hópur 4: Eftirmiðdagsferð í Vatíkanið.

Ferðin hefst í Vatíkansafninu þar sem við skoðum stórkostleg listaverk, forn og ný. Skoðunarferðinni í Vatíkansafninu lýkur í Sixtínsku kapellunni sem er skreytt hinum frægu málverkum Michelangelos.

Hópar 1 og 2 eiga frí þennan dag og geta skoðað sig um í borginni en sr. Þórhallur getur gefið góðar ábendingar um gönguleiðir, verslunargötur, veitingahús og áhugaverða staði að heimsækja.

Colosseum

Gengið frá hóteli í tveimur aðskildum hópum að Colosseum (15 mín. ganga) þar sem farið er inn á þennan gamla leikvang Rómverja undir leiðsögn sr. Þórhalls Heimissonar. Colosseum er m.a. aðal sögusvið í kvikyndinni Glatiotor II sem frumsýnd er um þessar mundir. Athugið að nauðsynlegt er að hafa gild skilríki eða vegabréf meðferðis samkvæmt reglum um aðgengi að Colosseum. 

Frá Colosseum er síðan haldið á rómversku torgin. Ferðin tekur um 3 klst. Eftir rómversku torgin er hægt að ganga til baka áleiðis að miðbænum með sr. Þórhalli eða fá sér leigubil til baka að hótelinu.  Þessi ganga hefur verið mjög vinsæl hjá hópum á vegum Kólumbus fram til þessa..

Um kvöldið verður farið á ítalskan veitingastað í göngufæri við hótelið þar sem hópurinn snæðir kvöldverð saman. Matur og vín er innifalið.

Heimfarardagur

Lagt verður af stað með rútu á flugvöllinn um kl. 11:30 og komið þangað 1 klst. síðar. Innritun í flug Icelandair sem er áætlað kl. 15:30 og lendir í Keflavík kl. 15:35 að íslenskum tíma.

Fararstjórn, verð, greiðslur,  innifalið og bóka ferð

Sr. Þórhallur Heimisson verður fararstjóri okkar. Hann er öllum hnútum kunnugur og hefur starfað sem leiðsögumaður allt frá árinu 2005.

Hildur Jónsdóttir svæðisstjóri Kolumbus á Ítalíu verður Þórhalli til aðstoðar. 

Verð: 249.000 kr. á mann miðað við gistingu í tveggja manna herbergi.
Aukagjald fyrir gistingu í einstaklingsherbergi  er 39.000 kr.

Geiða þarf 50.000 kr. staðfestingargjald pr. farþega við bókun sem innheimt verður í heimabanka.

Greiða þarf eftirstöðvar fargjaldsins 60 dögum fyrir brottför og þá er hægt að velja á milli greiðslu með bankamillifærslu eða kreditkorti. Eftir það eru greiðslur óafturkræfar en bent skal á að ef veikindi eða slys eiga sér stað eftir þann tíma eru farþegar, eftir atvikum, tryggðir fyrir ferðarofi skv. greiðslukortaskilmálum eða persónutryggingum. Að öðru leyti vísast í almenna ferðaskilmála Niko ehf. sem koma fram á heimsíðu kolumbus.is

• Flug Icelandair til Rómar fram og til baka – 23 kg taska, allir skattar og gjöld.
• Gisting í 4 nætur á Hotel Morgana 4* með morgunverði.
• Skoðunarferð í Vatíkanið og Péturskirkjuna.
• Skoðunarferð í Colosseum.
• Íslensk fararstjórn og leiðsögn sr. Þórhalls Heimissonar í öllum skoðunarferðum ásamt heyrnartólum.
• Kvöldverður 25. október ásamt drykkjum
• Allur rútuakstur frá flugvelli að hóteli og til baka og akstur að Vatikan í skv. ferðalýsingu.

Hotel Morgana 4*

Brottför

Dagar
Klst.
Mín.

Umsagnir viðskiptavina okkar

Niko Travel Group er alhliða ferðaskrifstofa sem býður viðskiptavinum sínum fjölbreyttar ferðalausnir víða um heim. Niko Travel Group rekur vörumerkin Kolumbus – Ævintýraferðir, Kolumbus – Siglingar og Ferðaskrifstofu eldri borgara. Við leggjum áherslu á spennandi áfangastaði sem eftirsóknarvert er að heimsækja og auk þess vel skipulagðar ferðir fyrir eldri borgara. Við þjónustum einnig sérhópa sem til okkar leita. 

Niko Travel Group er alhliða ferðaskrifstofa sem býður viðskiptavinum sínum fjölbreyttar ferðalausnir víða um heim.

Niko Travel Group rekur vörumerkin Kolumbus – Ævintýraferðir og Ferðaskrifstofu eldri borgara auk bókunarþjónustu fyrir Hótel Skt. Petri í Kaupmannahöfn.

Við leggjum áherslu á spennandi áfangastaði sem eftirsóknarvert er að heimsækja og auk þess vel skipulagðar ferðir fyrir eldri borgara. Við þjónustum einnig sérhópa sem til okkar leita.