Flórens er töfrandi borg og algerlega ómótæðileg

Borgin er vagga endurreisnarinnar og heimaborg helstu listamanna hennar eins og Michelangelo, Leonardo da Vinci, Dante Alighieri og Filippo Brunelleschi. Um leið er hún hjarta ítalskrar matarmenningar, höfuðborg Toskana héraðs og hvergi betra að upplifa það besta sem Ítalía hefur upp á að bjóða í mat og drykk.

Í Flórens nýtur þú þess að heimsækja Galleria dell’Accademia undir leiðsögn sr. Þórhalls Heimissonar en það er listasafn sem meðal annars geymir styttuna Davíð eftir Michelangelo um leið og þú færð tækifæri til að ganga um hinar fornu götur þessarar ljúfu borgar, sækja heim markaðinn, kíkja í búðirnar á Piazza Santo Spirito og njóta fegurðar dómkirkjunnar Santa Maria Del Fiore og umhverfis hennar.

Einn af hápunktum ferðarinnar er heilsdags matar- og vínferð til hins undurfagra Toskana héraðs.

Ferðatilhögun

Brottför frá Íslandi

Flogið með Icelandair kl. 07:50 og lent á FCO flugvellinum í Róm kl. 14:35. Tímamismunur eru +2 klst. Rúta bíður hópsins og sr. Þórhallur tekur á móti ferðalöngum ásamt Hildi Jónsdóttur svæðisstjóra Kolumbus – Ævintýraferða á Ítalíu. Ekið er á hótel Grand Hotel Adriatico sem er í hjarta Flórens þar sem dvalið er í 5 nætur. Þórhallur nýtir tímann til að fara yfir dagana sem eru í vændum og segja frá því sem fyrir augu ber. Rútuferðin til Flórens tekur rúmar þrjár klukkustundir og er stoppað einu sinni á leiðinni svo fólk geti farið á salerni og fengið sér hressingu. Sameiginlegur kvöldverður á hótelinu.

Máltíðir innifaldar: Kvöldverður.

Fyrri dagur skoðunarferða um Flórens

Fyrri dagur skoðunarferða. Farið er í skoðunarferð um gamla bæinn og dómkirkjuna Santa Maria Del Fiore og umhverfi hennar.  Sérstakar hámarksreglur gilda um stærð hópa og verður hópnum því skipt í tvo hluta á mismunandi tímum en þó ávallt undir leiðsögn Þórhalls. Minni hópar gera okkur einnig kleift  að veita betri og nánari þjónustu og útskýringar leiðsögumanns.

Hópur 1
Gengið er frá hótelinu um morguninn og upplifum við hin fornu torg og sjáum m.a. Palazzo Vecchio á Piazza della Signoria, hina yfirbyggðu brú Ponte Vecchio og markaðinn. Hápunktur göngunnar er heimsókn í dómkirkjuna Santa Maria del Fiore sem reist var á 15. öld og er þriðja stærsta kirkja í Evrópu. Yfir kirkjunni gnæfir hvelfing Filippo Brunelleschi sem var vígð 1436. Við skoðum kirkjuna og rústir hinnar fornu kirkju í hvelfingunum undir henni. Einnig sækjum við heim skírnarkapellu heilags Jóhannesar sem stendur á torginu við kirkjuna.

Þau sem vilja geta síðan gengið upp í hvelfinguna eða kirkjuturninn. Göngunni lýkur í miðbænum. Eftir gönguna er frjáls tími og tilvalið að setjast niður í góðan hádegismat á einu af  fallegum torgum borgarinnar.

Í lok ferðar gefst hópi 1 tækifæri til að heimsækja Uffizi safnið (á eigin vegum) sem einnig er í göngufæri frá hótelinu. Safnið er frægt fyrir forn og ný listaverk sín, meðal annars Fæðingu Venusar eftir Botticelli.

Hópur 2
Um morguninn er frjáls tími og getur fólk skoðað sig um í borginni en Þórhallur getur gefið góðar ábendingar um gönguleiðir, verslunargötur, veitingahús og áhugaverða staði að heimsækja.

Í eftirmiðdaginn leiðir Þórhallur svo hóp 2 með sér í Galleria dell’Accademia sem er staðsett í hjarta borgarinnar. Þar er að finna einhver þekktustu listaverk sögunnar og þeirra fremst höggmyndir Michelangelo en meðal þeirra er hin fræga höggmynd af Davíð. Ekki síðra er safn gamalla og nýrra ítalskra málverka sem þar er að finna og safn gifsmynda eftir Lorenzo Bartolini og nemenda hans Luigi Pampaloni, svo fátt eitt sé nefnt. Skoðunarferðin tekur um 2 tíma. Göngunni lýkur í miðbænum. Kvöldverður er sameiginlegur á veitingahúsi í miðbænum sem hver greiðir fyrir sig.

Máltíðir innifaldar: Morgunverður.

Seinni dagur skoðunarferða um Flórens

Farið er í skoðunarferð um gamla bæinn og dómkirkjuna Santa Maria Del Fiore og umhverfi hennar.  Sérstakar hámarksreglur gilda um stærð hópa og verður hópnum því skipt í tvo hluta á mismunandi tímum en þó ávallt undir leiðsögn Þórhalls. Minni hópar gera okkur einnig kleift  að veita betri og nánari þjónustu og útskýringar leiðsögumanns.

Hópur 2
Gengið er frá hótelinu um morguninn og upplifum við hin fornu torg og sjáum m.a. Palazzo Vecchio á Piazza della Signoria, hina yfirbyggðu brú Ponte Vecchio og markaðinn. Hápunktur göngunnar er heimsókn í dómkirkjuna Santa Maria del Fiore sem reist var á 15. öld og er þriðja stærsta kirkja í Evrópu. Yfir kirkjunni gnæfir hvelfing Filippo Brunelleschi sem var vígð 1436. Við skoðum kirkjuna og rústir hinnar fornu kirkju í hvelfingunum undir henni. Einnig sækjum við heim skírnarkapellu heilags Jóhannesar sem stendur á torginu við kirkjuna. Þau sem vilja geta síðan gengið upp í hvelfinguna eða kirkjuturninn. Göngunni lýkur í miðbænum. Eftir gönguna er frjáls tími og tilvalið að setjast niður í góðan hádegismat á einu af  fallegum torgum borgarinnar.

Í lok ferðar gefst hóp 2 tækifæri til að heimsækja Uffizi safnið (á eigin vegum) sem einnig er í göngufæri frá hótelinu. Safnið er frægt fyrir forn og ný listaverk sín, meðal annars Fæðingu Venusar eftir Botticelli.

Hópur 1
Á frí þennan morguninn og getur skoðað sig um í borginni en Þórhallur getur gefið góðar ábendingar um gönguleiðir, verslunargötur, veitingahús og áhugaverða staði að heimsækja.

Í eftirmiðdaginn leiðir Þórhallur svo hóp 1 með sér í Galleria dell’Accademia sem er staðsett í hjarta borgarinnar. Þar er að finna einhver þekktustu listaverk sögunnar og þeirra fremst höggmyndir Michelangelo, en meðal þeirra er hin fræga höggmynd af Davíð. En ekki síðri er safn gamalla og nýrra ítalskra málverka sem þar er að finna og safn gifsmynda eftir Lorenzo Bartolini og nemenda hans Luigi Pampaloni, svo fátt eitt sé nefnt. Skoðunarferðin tekur um 2 tíma. Göngunni lýkur í miðbænum. Kvöldverður er sameiginlegur á veitingahúsi í miðbænum sem hver greiðir fyrir sig.

Máltíðir innifaldar: Morgunverður.

Matar- og vínferð um Toskana-hérað

Lagt af stað frá hótelinu að morgni í heils dags ferð út fyrir Flórens þar sem við heimsækjum litla bæi og vínbónda og njótum yndislegra og gróinna sveita Toskana-héraðs. Hjá vínbóndanum fáum við fræðslu um vínræktina og þar gefst tækifæri til að bragða á ljúfum veigum að hætti Toskana. Við borðum saman flottan hádegismat og njótum þess besta sem héraðið hefur uppá að bjóða. Komið heim á hótel síðdegis og kvöldið er frjálst.

Máltíðir innifaldar: Morgun- og hádegisverður.

Frjáls dagur í Flórens

Tækifæri til að njóta gamla bæjarins og markaðarins og heimsækja einhvern af þeim fjölmörgu veitingastöðum og kaffihúsum sem er að finna í Flórens. Um kvöldið er sameiginlegur hátíðarkvöldverður á veitingahúsi í gamla bænum. Gengið er saman frá hótelinu ásamt Þórhalli og Hildi.

Máltíðir innifaldar: Morgun- og kvöldverður.

Heimfarardagur

Lagt verður af stað með rútu á flugvöllinn um kl. 7:45 og komið þangað 3 klst. síðar. Innritun í flug Icelandair sem er áætlað kl. 15:45 og lendir í Keflavík kl. 18:35 að íslenskum tíma.

Fararstjórn, verð, greiðslur, innifalið og bóka ferð

Sr. Þórhallur Heimisson verður fararstjóri okkar. Hann er öllum hnútum kunnugur og hefur starfað sem leiðsögumaður allt frá árinu 2005.

Hildur Jónsdóttir svæðisstjóri Kolumbus á Ítalíu verður Þórhalli til aðstoðar.

Verð: 349.000 kr. á mann miðað við gistingu í tveggja manna herbergi.

Aukagjald fyrir gistingu í einstaklingsherbergi  er 120.000 kr.

Greiða þarf 50.000 kr. staðfestingargjald pr. farþega við bókun sem innheimt verður í heimabanka.

Eftirstöðvar verða innheimtar 70 dögum fyrir brottför.

Að öðru leyti og um endurgreiðslur gilda ferðaskilmálar Niko Travel Group sem nálgast má á heimasíðu ferðaskrifstofunnar.

• Flug Icelandair til Rómar fram og til baka – 23 kg taska, allir skattar og gjöld.
• Gisting í 5 nætur á Grand Hotel Adriatico 4* með morgunverði.
• Máltíðir samkvæmt ferðalýsingu.
• Skoðunarferð í dómkirkjuna Santa Maria del Fiore og aðgöngumiði sem gildir í 3 daga í alla hluta kirkjunnar ásamt aðgangi upp í kúpulinn fyrir þá sem treysta sér upp.
• Skoðunarferð í Galleria dell’Accademia.
• Heilsdagsferð um Toskana, vínsmökkun og hádegismatur.
• Allur flutningur og skoðunarferðir, þ.m.t. aðgangseyrir samkvæmt ferðaáætluninni.
• Íslensk fararstjórn og leiðsögn í öllum skoðunarferðum ásamt heyrnartólum.
• Rútuakstur frá flugvelli að hóteli og til baka. 

Grand Hotel Adriatico 4*

Brottför

Dagar
Klst.
Mín.

Umsagnir viðskiptavina okkar

Niko Travel Group er alhliða ferðaskrifstofa sem býður viðskiptavinum sínum fjölbreyttar ferðalausnir víða um heim. Niko Travel Group rekur vörumerkin Kolumbus – Ævintýraferðir, Kolumbus – Siglingar og Ferðaskrifstofu eldri borgara. Við leggjum áherslu á spennandi áfangastaði sem eftirsóknarvert er að heimsækja og auk þess vel skipulagðar ferðir fyrir eldri borgara. Við þjónustum einnig sérhópa sem til okkar leita. 

Niko Travel Group er alhliða ferðaskrifstofa sem býður viðskiptavinum sínum fjölbreyttar ferðalausnir víða um heim.

Niko Travel Group rekur vörumerkin Kolumbus – Ævintýraferðir og Ferðaskrifstofu eldri borgara auk bókunarþjónustu fyrir Hótel Skt. Petri í Kaupmannahöfn.

Við leggjum áherslu á spennandi áfangastaði sem eftirsóknarvert er að heimsækja og auk þess vel skipulagðar ferðir fyrir eldri borgara. Við þjónustum einnig sérhópa sem til okkar leita.