Spennandi vikulöng hópferð til ævintýraeyjunnar í Miðjarðarhafi

Ótrúleg náttúrufegurð, menning sem á sér fáa líka, sagan við hvert fótmál svo ekki sé minnst á matar- og vínmenningu sem auðvelt er að falla fyrir. Óspillt náttúra og tiltölulega lítill fjöldi ferðamanna gera Korsíku jafnframt að ótrúlega spennandi áfangastað.

Spennandi vikulöng hópferð til ævintýraeyjunnar í Miðjarðarhafi
Ótrúleg náttúrufegurð, menning sem á sér fáa líka, sagan við hvert fótmál svo ekki sé minnst á matar- og vínmenningu sem auðvelt er að falla fyrir. Óspillt náttúra og tiltölulega lítill fjöldi ferðamanna gera Korsíku jafnframt að ótrúlega spennandi áfangastað. 

Við fljúgum með Icelandair til Nice og áfram til höfuðborgar Korsíku, Ajaccio þar sem við heimsækjum m.a. æskuheimili Napoleon Bonaparte. Við skoðum stórfenglega náttúru vesturstrandarinnar og bæina Piana og Porto. Heimsækjum sjarmerandi bæina Bonifacio og Porto Vecchia í suðri. Ökum síðan upp austurströnd eyjarinnar upp í fjöllin þar sem við skoðum háskólabæinn Corte, fyrrum höfuðstað Korsíku og dveljum síðan í tvær nætur í næst stærstu borginni, Bastia. Heimflug frá Bastia um Nice til Keflavíkur.

Sigurður Árni Sigurðsson myndlistamaður er fararstjóri í þessari ferð. Hann er þaulkunnugur Korsíku eftir að hafa dvalið þar um lengri og skemmri tíma.

Ferðatilhögun

Keflavík – Ajaccio 

Flogið með Icelandair til Nice kl. 08:20. Lending þar kl. 14:40 og flogið með Air Corsica áfram til Ajaccio kl. 17:00. Lent á flugvellinum í Ajaccio, höfuðborg Korsíku, kl. 17:50. Innritun á Hotel Campo del Oro og kvöldverður á hótelinu.

Ajaccio

Eftir morgunverð á hótelinu höldum við niður í miðbæ Ajaccio þar sem við heimsækjum hið tilkomumikla listasafn Musée Fesch og fæðingarstað og æskuheim­ili Napó­leons sem hefur verið breytt í safn. Frjáls tími í bænum áður en haldið er aftur á hótelið. Kvöldverður á veitingastaðnum Le Roi de Rome í miðbæ Ajaccio.

Piana og Porto

Eftir morgunverð ökum við af stað í norður upp vesturströnd Korsíku.

Hér eins og víðar á Korsíku er landslagið stórfenglegt og fjölbreytt, en Piana er oft getið sem eins af fallegustu þorpum Frakklands. Áfram er ekið að Portoflóa en flóinn sjálfur og strendurnar í kring eru einn af þjóðgörðum eyjarinnar með kristaltært haf og einstakt lífríki sjávar.

Svæðið er jafnframt á Heimsminjaskrá UNESCO. Í Porto áum við og snæðum góðan hádegisverð. Á leið okkar til baka til Ajaccio ökum við um litlu og ljóðrænu fjallaþorpin Evisa og Vico. Frjálst kvöld.

St. Georges, Quenza og Porto Vecchio

Eftir morgunverð kveðjum við Ajaccio og ökum í suður í áttina að St. Georges-skarði. Höfð viðdvöl í Filitosa þar sem má sjá merkar jötunsteinaminjar frá lokum nýsteinaldar og uppafi bronsaldar. Þá er stefnan tekin upp í fjöllin í átt til Porto Vecchio en leið okkar liggur til Quenza þar sem við snæðum hádegisverð að hætti Korsíkubúa. Áfram er ekið um bæinn Zonza til l’Ospedale-skógarins þar sem er að finna mikið uppistöðulón, vatnsforðageymi fyrir suðausturhluta eyjarinnar. Áfram til hafnarbæjarins Porto Vecchio á suðausturstönd Korsíku. Innritun á Hotel Costa Salina. Kvöldverður á hótelinu. 

Bonifacio og Porto Vecchio

Við tökum daginn snemma og ökum suður til Bonifacio, eins af þekktustu og fegurstu bæjum eyjarinnar. Þar förum við um borð í smálest sem tekur okkur í skoðunarferð um bæinn áður en við snæðum hádegisverð við höfnina. Ökum aftur tilbaka til Porto Vecchio þar sem eftirmiðdagurinn er frjáls til að rölta um þennan skemmtilega bæ og njóta mannlífs og fallegs umhverfis. Kvöldverður á veitingastaðnum Casa Corsa í göngufæri við hótelið okkar. 

Corte og Bastia

Eftir morgunverð á hótelinu er haldið af stað norður austurströnd eyjarinnar til d’Aléria og þaðan inn til landins til fyrrum höfuðborgar Korsíku, Corte, heillandi og sögufrægs bæjar sem nú er háskólabær Korsíku. Við skoðum okkur um í Corte í lítilli ferðamanna­lest og snæðum hádegisverð á skemmtilegum veitingastað í miðbænum. Frjáls tími í Corte þar til lagt verður af stað og ekið um Ponte Leccia til hafnarborgarinnar Bastia á norðausturströnd Korsíku. Innritum okkur á Hotel des Gouverneurs sem stendur á fögrum stað í miðborginni. Kvöldið frjálst.

Bastia

Frjáls tími til að slaka á í Bastia og skoða borg og mannlíf sem ekki er of litað af ferðamönnum. Kveðjukvöldverður á veitingastaðnum í hótelinu okkar, Hotel des Gouverneurs. 

Brottför
Klukkan 06:00 er haldið á flugvöllinn í Bastia þaðan sem flogið er með Air Corsica kl. 07:30 til Nice og lent þar kl. 08:20. Brottför með Icelandair kl. 15:40 og áætluð lending í Keflavík kl. 18:00.

Fararstjórn, verð, greiðslur og innifalið

Sigurður Árni Sigurðsson myndlistarmaður er fararstjóri í þessari ferð. Hann er þaulkunnugur Korsíku eftir að hafa dvalið þar um lengri eða skemmri tíma.

Verð á mann: 495.000 kr. á mann miðað við gistingu í tveggja manna herbergi.

Aukagjald fyrir gistingu í einstaklingsherbergi  er 75.000 kr.

Geiða þarf 100.000 kr. staðfestingargjald pr. farþega við bókun sem innheimt verður í heimabanka.

Eftirstöðvar verða innheimtar allt að 70 dögum fyrir brottför.

Að öðru leyti og um endurgreiðslur gilda ferðaskilmálar Niko Travel Group sem nálgast má á heimasíðu ferðaskrifstofunnar.

Flug Icelandair og Air Corsica – 23kg taska, allir skattar og gjöld
Gisting í 7 nætur á 4-stjörnu hótelum ásamt morgunverði
Fjórir hádegisverðir og fimm kvöldverðir
Allar rútuferðir
Aðgangseyrir að söfnum og sögufrægum byggingum
Íslensk fararstjórn

Ekki innifalið 
Þjórfé og aðrar máltíðir en getið er hér að ofan

Hotel Campo del Oro ****
Hotel Costa Salina ****
Hotel des Gouverneurs ****

Bóka

Skilaboð með pöntun geta t.d. verið óskir um séraðgengi, tegund herbergis (t.d. aðskilin rúm), spurningar til okkar varðandi ferðina. Hér er einnig góð hugmynd að taka það fram ef ferðast er með öðrum sem hafa bókað ef áhugi er fyrir því að vera með herbergi nálægt viðkomandi.

Þegar þú hefur staðfest bókun verður
stofnaður greiðsluseðill í heimabanka fyrir staðfestingargreiðslu.

Nánari upplýsingar

Allar nánari upplýsingar eru veittar í síma
499-2960 eða á netfanginu niko@niko.is

Uppselt – Biðlisti

Uppselt er í þessa ferð. Hægt er að skrá sig á biðlista með því að hafa samband við okkur á niko@niko.is.

Brottför

Dagar
Klst.
Mín.

Umsagnir viðskiptavina okkar

Niko Travel Group er alhliða ferðaskrifstofa sem býður viðskiptavinum sínum fjölbreyttar ferðalausnir víða um heim. Niko Travel Group rekur vörumerkin Kolumbus – Ævintýraferðir, Kolumbus – Siglingar og Ferðaskrifstofu eldri borgara. Við leggjum áherslu á spennandi áfangastaði sem eftirsóknarvert er að heimsækja og auk þess vel skipulagðar ferðir fyrir eldri borgara. Við þjónustum einnig sérhópa sem til okkar leita. 

Niko Travel Group er alhliða ferðaskrifstofa sem býður viðskiptavinum sínum fjölbreyttar ferðalausnir víða um heim.

Niko Travel Group rekur vörumerkin Kolumbus – Ævintýraferðir og Ferðaskrifstofu eldri borgara auk bókunarþjónustu fyrir Hótel Skt. Petri í Kaupmannahöfn.

Við leggjum áherslu á spennandi áfangastaði sem eftirsóknarvert er að heimsækja og auk þess vel skipulagðar ferðir fyrir eldri borgara. Við þjónustum einnig sérhópa sem til okkar leita.