Ævintýraferð til Madeira þar sem næstu áramótum verður fagnað á eftirminnanlegan hátt. Gist verður verður á lúxushótelinu Savoy Palace þar sem einn frægasti knattspyrnumaður heims hefur haldið áramótaveislur sínar að undanförnu.

Ævintýraferð til Madeira þar sem næstu áramótum verður fagnað á eftirminnanlegan hátt. Gist verður verður á lúxushótelinu Savoy Palace þar sem einn frægasti knattspyrnumaður heims hefur haldið áramótaveislur sínar að undanförnu.

Kólumbus – Ævintýraferðir býður að þessu sinni uppá ævintýraferð til Madeira þar sem næstu áramótum verður fagnað á eftirminnanlegan hátt. Gist verður verður á lúxushótelinu Savoy Palace þar sem einn frægasti knattspyrnumaður heims hefur haldið áramótaveislur sínar að undanförnu. Fylgst verður með einni umfangsmestu flugeldasýningu heims á miðnætti á meðan áramótin ganga í garð. Afar glæsilegur „Gala dinner“ á gamlárskvöld er innifalinn í verði ferðarinnar, ásamt skoðunarferð um norður- og austurhluta eyjunnar. Á þessum árstíma er loftslag milt og gott á Madeira og hitinn að jafnaði 18-22°.

Madeira er vinsæll ferðamannastaður þar sem veðurfarið er milt allt árið um kring og bjóðast möguleikar á fjölbreyttum útivistar- og slökunarferðum. Hægt er að stunda golf, vatnasport og siglingar sem eru vinsælir tómstunda- og afþreyingarkostir fyrir gesti sem heimsækja eyjuna.

Flugeldasýningin á gamlárskvöld er einstök á heimsvísu þar sem hún er dreifð yfir 59 flugeldastöðvar umhverfis höfuðborgina Funchal, sem er svo umkringd fjöllum Madeira eins og hringleikahús. 

Ferðatilhögun

Brottfarardagur

Flogið í beinu flugi með Play frá Keflavík kl. 11:10 að morgni og lent á Funchal flugvelli kl. 16:10 að staðartíma – sem er sami tími og á Íslandi á veturna. Rúta bíður hópsins og ekur farþegum rakleiðis að Savoy Palace hótelinu þar sem innritun fer fram. Akstur frá flugvellinum tekur um 20 mínútur. Frjáls dagskrá það sem eftir lifir dags en kvöldverður að eigin vali (innifalinn) á tilsettum tímum veitingastaða hótelsins.

Gamlaársdagur

Gestir njóta glæsilegs morgunverðar utan eða innan dyra og slaka á við sundlaugarbakkann eða fá sér göngutúr um hverfið ellegar niður í miðbæ Funchal en ganga þangað tekur um 15 mínútur.

Kl. 19.00 hefst hátíðarkvöldverður og dagskrá á Savoy Palace. Borinn verður fram 5 rétta matseðill ásamt vínum og drykkjum sem eru innifaldir í verði ferðar. Samtímis fer fram kabarettsýning og hljómsveit skemmtir gestum. Rétt fyrir miðnætti er gestum boðið að færa sig yfir á 16. hæð hótelsins til að njóta útsýnis yfir höfnina í Funchal þar sem ein stærsta og þekktasta flugeldasýning veraldar fer fram um áramótin. Skálað í kamapvíni (allt innifalið).

Nýársdagur

Morgunverður er til kl. 11 og kvöldverður á hefðbundnum tíma. Fólk nýtur fyrsta dags ársins við slökun í góðu yfirlæti.

Skoðunarferð til Santana

Morgunverður á hótelinu en síðan er brottför með rútu kl. 10.00 um norður- og austurhluta eyjunnar þar sem bærinn Santana er m.a. heimsóttur og hádegisverður snæddur þar. Enskumælandi leiðsögumaður fer með hópnum. Komið til baka síðdegis.
Kvöldverður á hótelinu.

Frjáls dagskrá

Morgunverðir og kvöldverðir innifaldir alla daga. Frjáls dagskrá en hægt er að kynna sér fjölbreytta möguleika á spa meðferðum, afþreyingu og skoðunarferðum hjá þjónustudeild hótelsins (Concierge).

Heimferðardagur

Lagt af stað frá hótelinu með rútu kl. 14:30 og ekið á flugvöllinn í Funchal þar sem innritun fer fram í flug Play til Íslands. Brottför flugs er kl. 17:10 og lent í Keflavík kl. 22:20. 

Verð, greiðslur,  innifalið og bóka ferð

Verð: 569.000 kr. á mann miðað við gistingu í tveggja manna herbergi.

Aukagjald fyrir gistingu í einstaklingsherbergi er 250.000 kr.

Greiða þarf 100.000.- kr. staðfestingargjald pr. farþega við bókun sem innheimt verður í heimabanka. Staðfestingargjald er óafturkræft eftir 10. september.

Eftirstöðvar innheimtar 70 dögum fyrir brottför.

Að öðru leiti og um endurgreiðslur gilda ferðaskilmálar Niko ehf. sem nálgast má á heimasíðu skrifstofunnar.

Flug Play frá Keflavík til Madeira og til baka, allir skattar og gjöld.
• 20 kg innrituð taska er innifalin og handfarangur sem er lítill persónulegur hlutur/taska að hámarki 10 kg, stærð 42 x 32 x 25 cm.
• Gisting á Savoy Palace 5* í 7 nætur.
• Hálft fæði – morgun- og kvöldverður alla daga.
• 5 rétta „Gala dinner“, kabarettsýning ásamt fordrykk, öllum drykkjum og kampavíni á miðnætti á gamlárskvöld.
• Skoðunarferð um norður- og austurhluta eyjunnar.
• Rútuakstur til og frá Funchal-flugvelli.
• Umsjón á vegum DMC Madeira sem er samstarfsaðili Kolumbus – Ævintýraferða á Madeira.

Hótelið

Savoy Palace 5* 

Savoy Palace er fyrsta flokks fimm stjörnu hótel sem býður upp á gæði fyrir kröfuharða gesti sem leita slökunar og lúxus með fullkominni blöndu af fágun, nútímalegum þægindum og þjónustu. Með sérhönnuðum svæðum innan hótelsins er þægilegt andrúmsloft þar sem innblástur er sóttur í gróskumikið landslag og hefðir Madeira eyju.

Brottför

Dagar
Klst.
Mín.

Umsagnir viðskiptavina okkar

Niko Travel Group er alhliða ferðaskrifstofa sem býður viðskiptavinum sínum fjölbreyttar ferðalausnir víða um heim. Niko Travel Group rekur vörumerkin Kolumbus – Ævintýraferðir, Kolumbus – Siglingar og Ferðaskrifstofu eldri borgara. Við leggjum áherslu á spennandi áfangastaði sem eftirsóknarvert er að heimsækja og auk þess vel skipulagðar ferðir fyrir eldri borgara. Við þjónustum einnig sérhópa sem til okkar leita. 

Niko Travel Group er alhliða ferðaskrifstofa sem býður viðskiptavinum sínum fjölbreyttar ferðalausnir víða um heim.

Niko Travel Group rekur vörumerkin Kolumbus – Ævintýraferðir og Ferðaskrifstofu eldri borgara auk bókunarþjónustu fyrir Hótel Skt. Petri í Kaupmannahöfn.

Við leggjum áherslu á spennandi áfangastaði sem eftirsóknarvert er að heimsækja og auk þess vel skipulagðar ferðir fyrir eldri borgara. Við þjónustum einnig sérhópa sem til okkar leita.