Napolí, Amalfíströndin, Capri og Pompei

Napólí er án efa ein af áhugaverðustu borgum Ítalíu, iðandi af mannlífi á hverju götuhorni, mörkuðum, og veitingahúsum. Campania hérað er rómað fyrir matarmenningu, enda fæðingarstaður pizzunnar, og þekkt fyrir dásamlegu Mozzarella Osta og sítrónuræktina svo eitthvað sé nefnt. Í þessari einstöku ferð munum við ekki aðeins heimsækja Napólí sjálfa, heldur einnig fjölmarga áhugaverða staði í grennd við borgina. Þar má nefna Pompei, Amalfíströndina, sem er á heimsminjaskrá UNESCO, að ógleymdri siglingu til Capri sem verið hefur áfangastaður ferðamanna allt frá tímum Rómverja.

Þórhallur Heimisson er fararstjóri í þessari ferð og fræðir gesti um sögu og menningu svæðisins og heimsækir með þeim heillandi þorp, sólrík torg og staði þar sem má njóta útsýnis yfir landið og miðin. Töfrandi ferð um eitt fallegasta svæðið við Miðjarðarhaf sem skartar sínu fegursta í landslagi, matargerð og mannlífi. Sannkölluð perla Ítalíu.

Ferðatilhögun

Komudagur

Kl. 07:50. Flug Icelandair FI-562 frá Keflavík til Rómar. Fararstjórinn Þórhallur Heimisson tekur á móti hópnum á flugvellinum í Róm og ekur með honum í rútu á Hótelið okkar Hotel Royal Continental í Napoli sem er staðsett á einstökum stað beint við höfnina og með útsýni yfir hafið.

Sameiginlegur kvöldverður fyrir hópinn.

Gönguferð um Napólí

Hótelið okkar er á frábærum stað við ströndina og nærri miðbænum í Napólí. Við göngum þess vegna beint frá hótelinu og niður í bæinn eftir morgunverð, þar sem Þórhallur segir okkur frá öllu sem fyrir augu ber, allt frá konungshöllinni, kastalanum og dómkirkjunni, yfir í göngugöturnar í gamla bænum, verslunarhverfi og hverfi Maradonna. Gönguferðin endar í hjarta borgarinnar á skemmtilegum stað í miðbænum þar sem hópurinn borðar alvöru Napolískan hádegimat saman. Eftirmiðdagurinn er frjáls og veitir leiðsögumaður allar upplýsingar um það sem er hægt að nota daginn í.

Amalfíströndin

Brottför frá hótelinu um morguninn  í heilsdagsferð þar sem siglt er meðfram ströndum Amalfi-skagans. Ekið verður niður að höfninni í Salerno þar sem einkabátur bíður hópsins. Siglt verður frá Salerno til Positano og gengið um sannkallaðan „póstkortabæ”. Eftir það verður siglt yfir til Amalfi þar sem hópurinn snæðir sameiginlegan hádegisverð við sjóinn, í framhaldinu er frjáls tími til að ganga um þann sögufræga bæ. Þeir sem hafa áhuga getað skoðað dómkirkjuna (greiða þarf aðgang) í fylgd með okkar leiðsögumanni. Siglt er til baka til Salerno þar sem rúta bíður og ekið verður til baka til Napolí

Kvöldið er frjálst. 

Dagsferð til Capri

Siglt yfir til Capri. Þegar komið er að landi verður farið í minni bát sem siglir með hópinn í klukkustundar bátsferð um eyjuna. Síðan er farið í rútum upp til Anacapri og í stólalyftu upp á efsta topp eyjarinnar, á Monte Solaro, þar sem útsýnið er engu líkt. Eftir útsýnisferðina í stólalyftunni er boðið upp á sameiginlegan hádegisverð í Anacapri. Að því loknu verður ekið til Capri þar sem frjáls tími gefst til að skoða sig um og versla. Eftir yndislegan dag í Capri göngum við saman niður að höfn þar sem báturinn leggur af stað til baka til Napoli fyrir kvöldmat.

Kvöldið er frjálst.

Pompei og vínsmökkun

Brottför eftir morgunverð frá hóteli í heilsdagsferð um Pompei og í vínsmökkun. Ekið til Pompei þar sem gengið er um hina fornu borg sem grófst undir eldgosinu þegar Vesúvíus sprakk í loft upp árið 79. Þórhallur leiðir ferðina og lýsir því sem fyrir augu ber ásamt heima leiðsögumönnum. Eftir magnaðan morgun í Pompei verður farið í einn af hápunktum ferðarinnar, vínsmökkun á yndislegum stað nærri Pompei í hlíðum Vesúvíusar í fylgd með Andrea (Sommelier) sem gengur með hópnum og kynnir gestum fyrir því sem þessi sérstaki vínbóndi ræktar. Að því loknu verður þriggja rétta hádegisverður með einstöku útsýni yfir Napoli flóann þar sem boðið verður upp á árstíðarbundinn mat og  Andrea mun para saman vín og mat samhliða því. Sannkölluð sælkeraferð.

Heimferð

Lagt af stað frá hóteli eftir morgunverð og keyrt til FCO-flugvallarins í Róm. Þaðan verður flogið með flugi Icelandair FI-563 kl. 15:55 til Íslands. Lent í Keflavík kl. 18:45.

Fararstjórn, verð, greiðslur, innifalið og bóka ferð

Sr. Þórhallur Heimisson verður fararstjóri okkar. Hann er öllum hnútum kunnugur og hefur starfað sem leiðsögumaður allt frá árinu 2005.

Hildur Jónsdóttir svæðisstjóri Kolumbus á Ítalíu verður Þórhalli til aðstoðar.

Verð: 299.000 kr. á mann miðað við gistingu í tveggja manna herbergi. Aukagjald fyrir gistingu í einstaklingsherbergi er 79.000 kr.

Geiða þarf 50.000 kr. staðfestingargjald pr. farþega við bókun sem innheimt verður í heimabanka.

Eftirstöðvar verða innheimtar 70 dögum fyrir brottför.

Að öðru leyti og um endurgreiðslur gilda ferðaskilmálar Niko travel group sem nálgast má á heimasíðu ferðaskrifstofunnar.

●  Flug frá Keflavík til Rómar og til baka, allir skattar og gjöld
●  23 kg innrituð taska
●  Gisting á Hotel Royal Continental 4* með sjávarútsýni að hluta í Napoli í 5 nætur með morgunverði
●  Allur rútuakstur til og frá flugvelli, hóteli og að öllum stöðum skv. ferðalýsingu
●  4 hádegsiverðir, 1 kvöldverður og vínferð
●  Aðgöngumiðar, bátsferðir og þjónusta staðarleiðsögumanna skv. ferðalýsingu
●  Íslensk fararstjórn og leiðsögn sr. Þórhalls Heimissonar

Brottför

Dagar
Klst.
Mín.

Umsagnir viðskiptavina okkar

Niko Travel Group er alhliða ferðaskrifstofa sem býður viðskiptavinum sínum fjölbreyttar ferðalausnir víða um heim. Niko Travel Group rekur vörumerkin Kolumbus – Ævintýraferðir, Kolumbus – Siglingar og Ferðaskrifstofu eldri borgara. Við leggjum áherslu á spennandi áfangastaði sem eftirsóknarvert er að heimsækja og auk þess vel skipulagðar ferðir fyrir eldri borgara. Við þjónustum einnig sérhópa sem til okkar leita. 

Niko Travel Group er alhliða ferðaskrifstofa sem býður viðskiptavinum sínum fjölbreyttar ferðalausnir víða um heim.

Niko Travel Group rekur vörumerkin Kolumbus – Ævintýraferðir og Ferðaskrifstofu eldri borgara auk bókunarþjónustu fyrir Hótel Skt. Petri í Kaupmannahöfn.

Við leggjum áherslu á spennandi áfangastaði sem eftirsóknarvert er að heimsækja og auk þess vel skipulagðar ferðir fyrir eldri borgara. Við þjónustum einnig sérhópa sem til okkar leita.