Einstök upplifun á söguslóðum í Normandí
Á síðasta ári voru 80 ár liðin frá innrásinni í Normandí og af því tilefni efndi Kólumbus–Ævintýraferðir til hópferðar á þær slóðir þar sem innrásarherirnir lögðu upp í för sína til Frakklands og stigu síðan á land við erfiðar aðstæður. Ferðin naut mikilla vinsælda og seldist upp á augabragði og því efnum við til annarrar samskonar ferðar á sama tíma í ágúst n.k. Ferðin hefst í Portsmouth þar sem gist verður í 2 nætur og við skoðum Royal Navy Museum, HMS Victory o.fl. Frá höfninni í Pool verður siglt yfir Ermasund til Cherbourg, sömu leið og her bandamanna sigldi árið 1944. Í Bayeux er gist í þrjár nætur á Grand Hotel du Luxembourg í hjarta bæjarins. Við förum í heilsdagsferð til Mont Saint-Michel og skoðum staði sem tengjast innrásinni í júní 1944. Frá söguslóðum í Normandí verður haldið til Parísar þar sem dvalist verður síðustu 2 nætur ferðarinnar á M Social Hotel 4* í miðborg Parísar. Í borginni verður m.a. farið að gröf Napóleons í Les Invalides.

Innrásin í Normandí þann 6. júní 1944 var þekkt sem D-dagur og var mikilvægt skref til að tryggja sigur bandamanna á Þjóðverjum í síðari heimsstyrjöldinni. Hún var hluti af ígrundaðri áætlun bandamanna um að ganga á land í Frakklandi og opna braut fyrir framhlaupi inn í Evrópu gegn herjum Hitlers og Nasista. Innrásin er einn af þeim atburðum sem breyttu öllu í heimssögunni og hafði mikil áhrif á lok síðari heimsstyrjaldarinnar.
Ferðatilhögun
Keflavík – Portsmouth
Flogið með Icelandair til London Gatwick kl. 10:30 og lent kl. 14:40 að staðartíma. Þaðan verður ekið áleiðis til Portsmouth þar sem ein stærsta flotastöð innrásarflotans var staðsett í júní 1944. Sameiginlegur kvöldverður og samhristingur í Portsmouth (ekki innifalið). Gist verður á Portsmouth Marriott Hotel 4* í 2 nætur.
Royal Navy Museum
Heill skoðunardagur frá morgni frameftir degi í Portsmouth þar sem við heimsækjum fyrst safn breska flotans, Royal Navy Museum, þar sem skoða má herskip af öllum stærðum og gerðum frá ýmsum tímum. Þar gefst m.a. tækifæri til að skoða HMS Victory sem var flaggskip Nelsons flotaforingja í orustunni um Trafalgar árið 1805. Hægt er að fara í 45 mín. siglingu um höfnina þar sem nýjustu skip flotans liggja. Aðgangseyrir að söfnum í Portsmouth er ekki innifalinn.
Cherbourgh – Le Redoutable
Snemma morguns er tékkað út af hóteli og ekið að höfninni í Pool þaðan sem siglt verður með ferju kl. 8:30 yfir Ermasund til Cherbourgh, sömu leið og her bandamanna sigldi árið 1944 þegar frægasta innrás síðari heimstyrjaldar hófst 6. júní (D-Day). Komið verður til Cherbourgh kl. 14:00 og skömmu eftir komuna verður kafbátur franska hersins, „Le Redoutable“, skoðaður. Síðdegis verður svo ekið til bæjarins Bayeux þar sem gist verður í þrjár nætur á Grand Hotel du Luxembourg sem er í hjarta bæjarins. Komið á hótel um kl. 19:00.
Slóðir innrásarinnar
Heilsdagsferð á slóðir innrásarinnar. Fyrst verður haldið að Utah ströndinni þar sem her bandamanna gekk fyrst á land. Þaðan er haldið áfram að Pointe du Hoc þar sem hægt verður að skoða gömul virki Þjóðverja og síðan bandaríska herkirkjugarðinn. Áfram verður haldið að Omaha strönd þar sem stærstur hluti hers bandamanna gekk á land. Mesta mannfallið var einmitt á þessum tveimur stöðum 6. júní. Við snæðum hádegisverð við ströndina (innifaliðí verði). Deginum lýkur í Arromanches í hringkvikmyndahúsi þar sem við upplifum innrásina í nærmynd. Síðdegis er ekið til baka til Bayeux.
Mont Saint-Michel
Heilsdagsferð til Mont Saint-Michel. Farið í slóð 3. herdeildar Pattons hershöfðingja. Mont Saint- Michel er einstakur staður, eyja, klaustur og kastali sem rísa eins og turn úr Lord of the Rings í miðju flæðilandi út frá ströndinni. Virkið var grundvallað árið 709. Lengst var barist um kastalann í hundrað ára stríðinu á 14. öld, en þá stóðst hann umsátur í 30 ár. Í frönsku byltingunni var kastalinn og klaustrið gert að fangelsi. Eyjan er á heimsminjaskrá UNESCO. Haldið til Bayeux síðdegis. Hádegisverður snæddur í Mont Saint-Michel (innifalinn í verði).
Bayeux
Við byrjum daginn með því að skoða Bayeux-dregilinn í Bayeux Tapestry Museum (70 m langur og 50 cm hár), dregil með myndaröð sem segir frá innrás Vilhjálms Bastarðs – sigurvegara í orustunni við Hastings á Englandi árið 1066. Eftir það verður snæddur hádegisverður í Bayeux (innifalinn í verði) áður en ekið verður áleiðis til Parísar og komið þangað síðdegis. Gist verður síðustu tvær næturnar á M Social Hotel í 17. hverfi Parísar þar sem fjölskrúðugt mannlífi setur svip á miðborgina.
Les Invaldises
Heimsókn í Les Invaldises fyrir hádegi, að gröf Napóleons og í safn franska hersins fyrir þau sem vilja. Frjáls dagur eftir hádegi.
Brottför
Tékkað út af hóteli fyrir hádegi. Tími gefst til að rölta um í borginni til kl. 13.00 þegar ekið verður með rútu á Charles de Gaulle flugvöll þaðan sem flogið verður með flugi Icelandair FI547 kl. 17:00 og lent í Keflavík kl. 18:30.
Fararstjórn, verð, greiðslur og innifalið
Sr. Þórhallur Heimisson verður fararstjóri okkar. Hann er öllum hnútum kunnugur og hefur starfað sem leiðsögumaður allt frá árinu 2005.Þórhallur fór þessa ferð á síðasta ári og gerþekkir söguslóðir og staðhætti.
Verð á mann: 419.000 kr. á mann m.v. gistingu í tveggja manna herbergi.
Aukgagjald vegna gistingar í eins manns herbergi: 119.000 kr.
Greiða þarf 100.000 kr. staðfestingargjald sem innheimt er í heimabanka innan 3ja daga frá bókun.
Eftirstöðvar þarf að gera upp 70 dögum fyrir brottför.
Um endurgreiðslur vísast í skilmála Niko Travel Group sem finna má á heimasíðu.
Innifalið
• Flug Icelandair frá Keflavík til London, 23 kg taska og allir skattar og gjöld.
• Flug Icelandair frá París til Keflavíkur, 23 kg taska og allir skattar og gjöld.
• Gisting í 2 nætur á Portsmouth Marriott Hotel m/morgunverði.
• Farmiði með ferju yfir Ermasund, frá Pool til Cherbourg.
• Gisting í 3 nætur á Grand Hotel Luxembourg m/morgunverði.
• Gisting í 2 nætur á M Social 4* í miðborg Parísar, m/morgunverði.
• Allur rútuakstur í Englandi og Frakklandi skv. ferðalýsingu.
• Aðgangseyrir í kafbát í Cherbourgh.
• Aðgangur að hringkvikmyndahúsi í Arromanches.
• Aðgangur að Mont-Saint-Michel eyju og safni þar.
• Aðgangur að Bayeux Tapestry safninu.
• Aðgangur að franska herminjasafninu í París.
• Íslensk fararstjórn og leiðsögn sr. Þórhalls Heimissonar.
• Aðstoð staðarleiðsögumanna í Frakklandi.
• 3 hádegisverðir í Frakklandi
Ekki innifalið:
Þjórfé
Bóka
Þegar þú hefur staðfest bókun verður
stofnaður greiðsluseðill í heimabanka fyrir staðfestingargreiðslu.
Uppselt er í þessa ferð. Hægt er að skrá sig á biðlista með því að hafa samband við okkur á niko@niko.is.
Uppselt – Biðlisti
Hægt er að skrá sig á biðlista með því að hafa samband við okkur á niko@niko.is.
Brottför
Umsagnir viðskiptavina okkar








