Menning, matur og vín

Einkasigling Kolumbus Ævintýraferða á Douro ánni um Portúgal og til Spánar

Í þessari ljúfu en spennandi ferð siglum við á skipinu MV Spirit of Chartwell frá Porto í Portúgal austur Douro dalinn að landamærum Spánar þar sem við heimsækjum hina fornfrægu borg Salamanca. Á leið okkar um Douro siglum við um mögnuð vínræktarsvæði en Douro dalurinn er komin á Heimsminjaskrá UNESCO sem eitt elsta skipulagða vínræktarsvæði heims. Við höfum það verulega huggulegt á þessari fallegu siglingarleið, heimsækjum sögustaði og víngerðarhús og kynnum okkur matargerð og aðra menningu heimamanna á stöðum s.s. Entre-os-Rios, Régua, Lamego, Castelo Rodrigo og Salamanca auk skoðunarferðar um Porto.

Spirit of Chartwell heitir eftir bústað Winston Churchill, Chartwell House, en skipið var gert upp árið 2012 í núverandi mynd vegna 60 ára krýningarafmælis Elísabetar II Bretadrottningar. Í tilefni þessara tímamóta sigldi drottningin og  konungsfjölskyldan á Spirit of Chartwell upp Thames ána en skipið er innréttað í stíl Orient Express járnbrautarinnar. Skipið tekur aðeins 28 farþega í 14 huggulegum káetum sem eru með aðskildum rúmum (Twin bed). Áhöfnin telur 12 manns.

Ferðatilhögun

Brottför frá Íslandi

Flogið með Play í beinu flugi til Porto kl. 15:00 og lent í þar kl. 20:15 að staðartíma (GMT +2). Ekið að hótelinu okkar, The Lodge Hotel í Vila Nova de Gaia sem stendur við Gaia Pier við Douro.

Frjálst kvöld.

Siglt til Entre-os-Rios

Eftir morgunverð er upplagt að taka sér göngutúr meðfram bryggjunni og taka brúna yfir í miðbæinn. Tilvalið að fá sér létta hádegishressingu á einhverjum hinum fjölmörgu veitingastöðum sem standa við ána. Um 14:30 göngum við með farangurinn okkar frá hótelinu yfir í MV Spirit of Chartwell sem liggur skammt undan og innritum okkur í skipið. Í framhaldi leysum við landfestar og siglum til Entre-os-Rios þar sem lagst verður við bryggju yfir nóttina.

Kvöldverður um borð og skemmtun með portúgölskum tónlistarmönnum.

Régua – Lamego

Eftir morgunverð um borð siglum við áfram til Púrtvínsbæjarins Régua. Hádegisverður um borð en síðan haldið í skoðunarferð með rútu til fallega bæjarins Lamego sem er þekktur fyrir Barok arkitektúr og oft nefndur menningarhöfuðborg Douro dalsins. Þar smökkum við ýmislegt spennandi.

Heimsókn og kvöldverður hjá vínframleiðandanum Quinta Da Pacheca.

Barca D‘Alva

Morgunverður og siglt áfram til Barca D‘Alva. Hádegisverður um borð. Eftir matinn förum við í skoðunarferð með rútu í sjarmerandi miðaldaþorpið Castelo Rodrigo þar sem kristnir, múslimar og Gyðingar lifðu í sátt og samlyndi um aldir. Þarna skoðum við okkur um og smökkum á framleiðslu heimamanna í föstu og fljótandi formi.

Kvöldverður um borð og fáum kynningu á Púrtvíni (Vintage Port).

Salamanca

Eftir morgunverð er ekið til spænsku borgarinnar Salamanca. Þessi fallega háskólaborg sem er á Heimsminjaskrá UNESCO á ríka sögu, glæsilegar byggingar og hér var fyrsti háskóli Spánar stofnaður árið 1218. Sagt er að Salamanca sé ákjósanlegasta borg Spánar ef þú ætlar að læra fullkomna spænsku, en hér varð spænska málfræðin til.

Við snæðum hádegisverð á hinu fallega Hospes Palacio de San Esteban og horfum á Flamenco danssýningu.

Kvöldverður um borð í Spirit of Chartwell með portúgölsku þema.

Régua

Morgunverður um borð og njótum siglingarinnar frá Barca D‘Alva til Régua. Hádegisverður um borð. Skoðunarferð í rútu í hina stórkostlegu Mateus barokk höll og garðana umhverfis, en flest þekkjum til þessa heimsfræga Rósavíns framleiðanda. Fáum fyrirlestur um Portúgal nútímans.

Kvöldverður um borð.

Entre-os-Rios

Morguverður og siglt frá Régua til Entre-os-Rios.

Heimsókn og hádegisverður á Casa de Quintã þar sem við ætlum að gera vel við okkur í mat og drykk á þessum friðsæla og fallega búgarði/hóteli. Siglum síðdegis frá Entre-os-Rios til Porto (Vila Nova de Gaia) og njótum samverunnar á efra dekkinu á þessari fallegu siglingarleið.

Kvöldverður um borð.

Heimferðardagur

Eftir morgunverð förum við í skoðunarferð um Porto þar sem við m.a. heimsækjum Burmester vínkjallarann.

Hádegisverður um borð og síðan frjáls tími til kl. 18:30.

Ekið út á flugvöll í Porto og flogið með Play til Keflavíkur. Brottför flugs kl. 21:10 og lending heima kl. 00:10 að staðartíma.        

Fararstjóri, verð, greiðslur og innifalið

Goði Sveinsson er skipuleggjandi og fararstjóri þessarar ferðar. Hann hefur langa reynslu af ferðaþjónustu eftir starf sitt m.a. sem sölu- og markaðsstjóri Úrval/Útsýn og fleiri ferðaskrifstofa um langt árabil.

Verð á mann: 579.000 kr. Einungis er boðið uppá gistingu í tvíbýli.

Geiða þarf 100.000 kr. staðfestingargjald pr. farþega við bókun sem innheimt verður í heimabanka.

Eftirstöðvar verða innheimtar allt að 70 dögum fyrir brottför og þá er hægt að velja á milli greiðslu með greiðslu í gegnum heimabanka eða kreditkorti. 

Að öðru leyti og um endurgreiðslur gilda ferðaskilmálar Niko travel group sem nálgast má á heimasíðu ferðaskrifstofunnar.

• Flug og flugvallaskattar ásamt 20kg tösku
• Ferðir til og frá flugvelli í Porto
• Ein nótt á hóteli í Porto
• Sigling með gistingu í 6 nætur
• Allar skoðunarferðir og aðgangur að söfnum skv. ferðalýsingu
• 7 morgunverðir, 6 hádegisverðir og 6 kvöldverðir
• Drykkir með hádegis- og kvöldverðum
• Íslensk fararstjórn og staðarleiðsögumaður

Ekki Innifalið
• Þjórfé
• Aðrar skoðunarferðir en tilgreindar í ferðalýsingu
• Sérvalin vín og drykkir aðrir en með máltíðum

Spirit of Chartwell

Douro dalurinn

Bóka

4 sæti laus!

Eingöngu er boðið upp á gistingu í tvíbýli þar sem káeturnar eru allar tveggja manna. 

Farþegi 1

Farþegi 1 er greiðandi
Farþegi 1 deilir herbergi með með farþega 2.
Farþegi 3 er í einsmannsherbergi.
Til að fá þrjú einsmannsherbergi þarf að gera þrjár bókanir með einum farþega.

Farþegi 1

Athugið:
Farþegi 1 er greiðandi
Farþegi 1 deilir herbergi með með farþega 2.
Farþegi 3 deilir herbergi með með farþega 4.
Til að fá t.d. eitt tveggjamanna herbergi og tvö einsmannsherbergi þarf að gera tvær bókanir aukalega með einum farþega.

Farþegi 3

Farþegi 3 er í einsmannsherbergi.

Farþegi 3

Farþegi 3 deilir herbergi með farþega 4.

Farþegi 4

Farþegi 3 deilir herbergi með farþega 4.
Skilaboð með pöntun geta t.d. verið óskir um séraðgengi, tegund herbergis (t.d. aðskilin rúm), spurningar til okkar varðandi ferðina. Hér er einnig góð hugmynd að taka það fram ef ferðast er með öðrum sem hafa bókað ef áhugi er fyrir því að vera með herbergi nálægt viðkomandi.

Þegar þú hefur staðfest bókun verður
stofnaður greiðsluseðill í heimabanka fyrir staðfestingargreiðslu.

Uppselt – Biðlisti!

Hægt er að skrá sig á biðlista fyrir með því að hafa samband við okkur á niko@niko.is.

Nánari upplýsingar

Allar nánari upplýsingar eru veittar í síma
499-2960 eða á netfanginu niko@niko.is

Brottför

Dagar
Klst.
Mín.

Umsagnir viðskiptavina okkar

Niko Travel Group er alhliða ferðaskrifstofa sem býður viðskiptavinum sínum fjölbreyttar ferðalausnir víða um heim. Niko Travel Group rekur vörumerkin Kolumbus – Ævintýraferðir, Kolumbus – Siglingar og Ferðaskrifstofu eldri borgara. Við leggjum áherslu á spennandi áfangastaði sem eftirsóknarvert er að heimsækja og auk þess vel skipulagðar ferðir fyrir eldri borgara. Við þjónustum einnig sérhópa sem til okkar leita. 

Niko Travel Group er alhliða ferðaskrifstofa sem býður viðskiptavinum sínum fjölbreyttar ferðalausnir víða um heim.

Niko Travel Group rekur vörumerkin Kolumbus – Ævintýraferðir og Ferðaskrifstofu eldri borgara auk bókunarþjónustu fyrir Hótel Skt. Petri í Kaupmannahöfn.

Við leggjum áherslu á spennandi áfangastaði sem eftirsóknarvert er að heimsækja og auk þess vel skipulagðar ferðir fyrir eldri borgara. Við þjónustum einnig sérhópa sem til okkar leita.